Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að kynna lýsingu vegna aðal- og deiliskipulagsbreytingar miðsvæðis 116-M skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lýsingin kynnir breytingu sem að felur í sér að uppfæra töflu í aðalskipulagi sem tilgreinir fjölda skráðra eigna og íbúða á miðbæjarsvæðinu 116-M. Tillagan miðar að því að halda áfram uppbyggingu miðbæjar Mosfellsbæjar með það að markmiði að bjóða fjölbreytta búsetukosti í nálægð við þjónustu og áætlaðar almenningssamgöngur. Skilgreina á einnig frekar uppbyggingu íbúða aldraðra í Bjarkarholti sem tengjast mun þjónustu og starfsemi Eirar. Lýsingin fjallar því um fyrirhugaða deiliskipulagsbreytingu er tengist þeirri þjónustuuppbyggingu.
Lýsing þessi hefur verið auglýst í Mosfellingi. Gögn eru aðgengileg hér á vef Mosfellsbæjar og á Upplýsingatorgi, Þverholti 2 svo þau sem vilja get kynnt sér tillögur og gert gefið umsögn. Umsagnir skulu vera skriflegar ásamt helstu upplýsingum og kennitölu sendanda. Senda skal þær skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Umsagnafrestur er frá 3. febrúar til og með 21. febrúar 2022.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum: