Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. ágúst 2016

Mos­fells­bær og Björg­un­ar­sveit­in Kyndill óska eft­ir sjálf­boða­lið­um í gæslu í Tinda­hlaupi Mos­fells­bæj­ar laug­ar­dag­inn 28. ág­úst.

Tinda­hlaup Mos­fells­bæj­ar er sís­tækk­andi íþrótta­við­burð­ur í bæn­um sem lað­ar að sér fjöl­marga gesti. Skrán­ing er í full­um gangi og hafa nú þeg­ar skráð sig fjöl­marg­ir hlaup­ar­ar bæði inn­lend­ir og er­lend­ir.

Verk­efn­ið er sam­starfs­verk­efni of­an­greindra að­ila sem hafa lagt metn­að sinn í að byggja upp við­burð sem hef­ur að­drátt­ar­afl sem bygg­ir á sér­stöðu Mos­fells­bæj­ar í hreyf­ingu og úti­vist og gef­ur bæði íbú­um og öðr­um kost á því að upp­lifa nátt­úru Mos­fells­bæj­ar á skemmti­leg­an og ögr­andi hátt.

Lang­ar þig oft að leggja hönd á plóg en veist ekki hvert þú átt að snúa þér? Nú er tæki­fær­ið. Við tök­um vel á móti þér og við finn­um verk­efni við hæfi hvers og eins. Það eru mörg hand­tök í und­ir­bún­ingi og fram­kvæmd svona verk­efn­is.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00