Fulltrúar Mosfellsbæjar og Fagurverks undirrituðu samning um lagnir og yfirborðsfrágang á Varmársvæði í dag. Fagurverk var lægstbjóðandi í verkið sem er áfangaskipt og felst annars vegar í fullnaðarfrágangi undir nýtt gervigras á knattspyrnuvelli við Varmá í Mosfellsbæ og hins vegar í fullnaðarfrágangi á nýju frjálsíþróttasvæði norðan við nýjan gervigrasvöll.
Fyrri áfangi felur í sér frágang knattspyrnuvallar m.a. frágang fyllingar, lagningu fráveitu- og vatnslagna, vatnúðakerfis, snjóbræðslu og ídráttarröra fyrir ljósamöstur ásamt undirbyggingu fyrir gervigras, uppsetningu girðinga, malbikun stíga og þökulagningu nærsvæða við völl.
Seinni áfangi innifelur frágang frjálsíþróttasvæðis m.a. frágang fyllingar, lagningu fráveitu- og snjóbræðslulagna og rafstrengja ásamt landmótun, malbikun, grjóthleðslu og öðrum yfirborðsfrágangi.
Verkinu skal að fullu lokið í samræmi við ákvæði útboðsgagna þ.e. fyrri áfanga þann 15. júlí 2025 og seinni áfanga 31. okt 2025. Gert er ráð fyrir að búið verði að leggja gervigras á aðalvöllinn 15. ágúst.
Efri mynd: Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Bergur Þorgilsson hjá Fagurverk.
Neðri mynd:
Efri röð frá vinstri Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsumála, Leifur Skúlason Kaldal og Auður Sólrún Ólafsdóttir frá Hint verkfræðistofu sem sinnir eftirliti, Einar Ingi Hrafnsson framkvæmdastjóri Aftureldingar, Illugi Þór Gunnarsson verkefnastjóri eignasjóðs, Guðjón Svansson leiðtogi íþrótta- og lýðheilsumála og Óskar Gísli Sveinsson deildarstjóri eignasjóðs.
Neðri röð frá vinstri Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Bergur Þorgilsson hjá Fagurverk.
Tengt efni
Upplýsingar til húseigenda og íbúa í Lágholti um fyrirhugaðar framkvæmdir
Fyrirhugaðar stórframkvæmdir á veitukerfi í Lágholti.
Samantekt framkvæmda árið 2024
Samningur um vallarlýsingu Varmárvallar