Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. mars 2025

Full­trú­ar Mos­fells­bæj­ar og Fag­ur­verks und­ir­rit­uðu samn­ing um lagn­ir og yf­ir­borðs­frág­ang á Varmár­svæði í dag. Fag­ur­verk var lægst­bjóð­andi í verk­ið sem er áfanga­skipt og felst ann­ars veg­ar í fulln­að­ar­frá­gangi und­ir nýtt gervi­gras á knatt­spyrnu­velli við Varmá í Mos­fells­bæ og hins veg­ar í fulln­að­ar­frá­gangi á nýju frjálsí­þrótta­svæði norð­an við nýj­an gervi­grasvöll.

Fyrri áfangi fel­ur í sér frá­g­ang knatt­spyrnu­vall­ar m.a. frá­g­ang fyll­ing­ar, lagn­ingu frá­veitu- og vatns­lagna, vatnúða­kerf­is, snjó­bræðslu og ídrátt­ar­röra fyr­ir ljósamöst­ur ásamt und­ir­bygg­ingu fyr­ir gervi­gras, upp­setn­ingu girð­inga, mal­bik­un stíga og þöku­lagn­ingu nærsvæða við völl.

Seinni áfangi inni­fel­ur frá­g­ang frjálsí­þrótta­svæð­is m.a. frá­g­ang fyll­ing­ar, lagn­ingu frá­veitu- og snjó­bræðslu­lagna og raf­strengja ásamt land­mót­un, mal­bik­un, grjót­hleðslu og öðr­um yf­ir­borðs­frá­gangi.

Verk­inu skal að fullu lok­ið í sam­ræmi við ákvæði út­boðs­gagna þ.e. fyrri áfanga þann 15. júlí 2025 og seinni áfanga 31. okt 2025. Gert er ráð fyrir að búið verði að leggja gervigras á aðalvöllinn 15. ágúst.

Efri mynd: Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri og Berg­ur Þor­gils­son hjá Fag­ur­verk.

Neðri mynd:
Efri röð frá vinstri Arn­ar Jóns­son sviðs­stjóri menn­ing­ar-, íþrótta- og lýð­heilsu­mála, Leif­ur Skúla­son Kal­dal og Auð­ur Sól­rún Ólafs­dótt­ir frá Hint verk­fræði­stofu sem sinn­ir eft­ir­liti, Ein­ar Ingi Hrafns­son fram­kvæmda­stjóri Aft­ur­eld­ing­ar, Ill­ugi Þór Gunn­ars­son verk­efna­stjóri eigna­sjóðs, Guð­jón Svans­son leið­togi íþrótta- og lýð­heilsu­mála og Ósk­ar Gísli Sveins­son deild­ar­stjóri eigna­sjóðs.
Neðri röð frá vinstri Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri og Berg­ur Þor­gils­son hjá Fag­ur­verk.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00