Tilboðsfrestur vegna útboðsins Varmárvöllur – Aðalvöllur og frjálsíþróttaaðstaða – Lagnir og yfirborðsfrágangur rann út þann 10. febrúar kl. 14:00.
Átta aðilar sendu inn tilboð áður en skilafrestur rann út en það voru Fagurverk ehf., Gleipnir verktakar ehf., GG lagnir ehf./Mostak ehf., D.INg-verk ehf., Óskatak ehf., Alma verk ehf., Stéttafélagið ehf. og Loftorka Reykjavík ehf.
Eftirfarandi tilboð bárust:
- Fagurverk ehf. – 433.512.750
- D.INg-verk ehf – 447.714.000
- Loftorka Reykjavík ehf. – 452.477.251
- Óskatak ehf. – 464.186.350
- Gleipnir verktakar ehf. – 465.000.000
- Stéttafélagið ehf. – 480.256.630
- Alma verk ehf – 492.093.000
- GG lagnir ehf. / Mostak ehf. – 508.689.388
Kostnaðaráætlun: 413.742.444
Tilboðsfjárhæðir eru hér birtar með fyrirvara um yfirferð tilboða m.t.t. hæfis bjóðenda og réttra útreikninga í tilboðsskrá. Tilboð allra bjóðenda verða nú yfirfarin m.t.t. þessa og niðurstaða útboðs tilkynnt í kjölfarið.