Þriðjudaginn 1. júlí frá kl. 09:00 til 16:00 verður unnið við malbiksyfirlagnir í Álfatanga, frá hringtorgi við Bogtanga/Baugshlíð fram yfir Brekkutanga. Á meðan framkvæmdum stendur lokast akstur um Skeljatanga, Bollatanga, Leirutanga og Brekkutanga.
Íbúum er bent á að notast við vistvænar samgöngur að eins miklu leyti og hægt er þar sem umferð bíla er ekki heimiluð meðan á framkvæmdum stendur. Möguleg aðkoma að heimilum sem falla undir þessar lokanir er um gönguleiðir aðliggjandi gatna.
Beðist er velvirðingar á þeim truflunum sem þessar framkvæmdir geta valdið. Vegfarendur eru beðnir um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi.
Athugið að þessi áætlun er veðurháð og getur því tekið breytingum.