Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í verkið Varmárvöllur, aðalvöllur og frjálsíþróttaaðstaða – Lagnir og yfirborðsfrágangur.
Framkvæmdin er áfangaskipt og felst annars vegar í fullnaðarfrágangi undir nýtt gervigras á knattspyrnuvelli við Varmá í Mosfellsbæ og hins vegar í fullnaðarfrágangi á nýju frjálsíþróttasvæði norðan við nýjan gervigrasvöll.
Fyrri áfangi felur í sér frágang knattspyrnuvallar m.a. frágang fyllingar, lagningu fráveitu- og vatnslagna, vatnúðakerfis, snjóbræðslu og ídráttarröra fyrir ljósamöstur ásamt undirbyggingu fyrir gervigras, uppsetningu girðinga, malbikun stíga og þökulagningu nærsvæða við völl.
Seinni áfangi innifelur frágang frjálsíþróttasvæðis m.a. frágang fyllingar, lagningu fráveitu- og snjóbræðslulagna og rafstrengja ásamt landmótun, malbikun, grjóthleðslu og öðrum yfirborðsfrágangi.
Helstu magntölur eru:
- Uppgröftur og brottakstur 6.850 m2
- Þjöppun fyllingar 15.400 m2
- Vatnslagnir 780 m
- Snjóbræðslulagnir 55.200 m
- Uppúrtekt og brottakstur 18.360 m3
- Malbik 10.500 m2
- Hellur 390 m2
- Yfirborð íþróttavallar (frjálsíþróttavallar) 4.030 m2
Verkinu skal að fullu lokið í samræmi við ákvæði útboðsgagna þ.e. fyrri áfanga þann 15. júlí 2025 og seinni áfanga 31. okt 2025.
Útboðsgögn eru öllum aðgengileg með rafrænum hætti, án endurgjalds, á útboðsvef VSÓ Ráðgjafar frá og með þriðjudeginum 21. janúar 2025 kl. 10:00.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef eigi síðar en mánudaginn 10. febrúar 2025, kl. 14:00.
Ekki verður haldinn opnunarfundur en niðurstöður verða sendar bjóðendum og birtar á vef Mosfellsbæjar að opnun lokinni.