Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
26. apríl 2018

Mik­il upp­bygg­ing á sér nú stað í Mos­fells­bæ og því fylgja mikl­ar fram­kvæmd­ir og rask af ýmsu tagi.

Því er vert að minna verktaka og hús­byggj­end­ur á að ef ætl­un­in er að ráð­ast í fram­kvæmd­ir sem hafa í för með sér tíma­bundna tak­mörk­un á um­ferð gatna eða stíga, lagna­fram­kvæmd­ir eða að­r­ar fram­kvæmd­ir á landi í eigu Mos­fells­bæj­ar, þá er nauð­syn­legt að sækja um sér­staka fram­kvæmda­heim­ild til Mos­fells­bæj­ar á þjón­ustugátt bæj­ar­ins.

Heim­ild­in er nauð­syn­leg til að tryggja ör­yggi veg­far­enda, fram­kvæmda­að­ila og verka­manna að störf­um. Um leið er unnt að upp­lýsa lög­reglu og slökkvilið um fram­kvæmd­ir sem eru í gangi í Mos­fells­bæ og tryggja þann­ig ör­uggt að­gengi við­bragðs­að­ila.

Fram­kvæmd­ir á við­kvæm­um svæð­um

Mos­fells­bær hef­ur einn­ig sam­þykkt sér­stak­ar regl­ur um fram­kvæmd­ir á við­kvæm­um svæð­um. Í Mos­fells­bæ er að finna ýmis við­kvæm svæði þar sem gæta þarf sér­stakr­ar var­úð­ar við fram­kvæmd­ir vegna við­kvæmr­ar nátt­úru og forð­ast rask eins og kost­ur er. Í regl­un­um er til­greint hvaða leyfi eru nauð­syn­leg á hverju svæði fyr­ir sig og hvaða regl­ur gilda um hvern­ig að­il­ar skuli haga vinnu sinni til að koma veg fyr­ir rask á við­kvæmri nátt­úru.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00