Leikvöllurinn við Lindarbyggð fær andlitslyftingu og verður endurbættur með það að markmiði að skapa skemmtilegt, öruggt og aðlaðandi leiksvæði fyrir börn og fjölskyldur í hverfinu. Framkvæmdir eru hafnar og felast í því að skipt verður um undirlag við leiktækin og gervigras lagt á sparkvöllinn sem gerir leiksvæðið viðhaldsvænna og eykur notagildi þess til muna.
Á leiksvæðinu verður settur upp nýr klifurkofi með rennibraut auk þess sem ný róla verður sett upp. Svæðið í heild verður hreinsað, ný tré gróðursett og lögð verður áhersla á að gera umhverfið hlýlegt og aðlaðandi fyrir alla aldurshópa.