Veitur ohf. eru að hefja framkvæmd við Skarhólabraut vegna ástandsmats á hitaveitulögn sem liggur í stokk sem stundum er nýttur sem gönguleið.
Vinnusvæðið verður afmarkað og girt af til að tryggja öryggi og lágmarka rask vegna framkvæmdarinnar. Veitur ohf. munu kappkosta að framkvæmdin hafi sem minnst áhrif á íbúa á svæðinu og má því gera ráð fyrir lágmarks truflun.
Áætlaður framkvæmdatími er frá 20. maí næstkomandi til 15. júní 2025.