Hundagerðinu hefur verið lokað tímabundið vegna framkvæmda á svæðinu. Gert er ráð fyrir að lokunin standi yfir í fjórar vikur, eða til og með 18. júní 2025. Á þessu tímabili verður sett upp ný þrautabraut fyrir hunda sem mun auka möguleika til leikja og þjálfunar. Að framkvæmdum loknum verður grasfræjum sáð á svæðið til að bæta aðstöðu og tryggja betra undirlag fyrir hunda og eigendur þeirra. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda, en vonast er til að ný og bætt aðstaða nýtist vel þegar svæðið opnar á ný.