Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Í Mos­fells­bæ er að finna ýmis frið­lýst svæði, nátt­úru­vernd­ar­svæði og við­kvæm svæði þar sem gæta þarf sér­stakr­ar var­úð­ar við fram­kvæmd­ir vegna við­kvæmr­ar nátt­úru og forð­ast rask eins og kost­ur er.

Áður en fram­kvæmd­ir hefjast skal tryggja að öll til­skilin leyfi séu til stað­ar fyr­ir fram­kvæmd­um.

Upp­lýs­ing­ar um leyf­is­veit­ing­ar gefa skipu­lags­full­trúi, bygg­inga­full­trúi og um­hverf­is­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

Upp­lýs­ing­ar um leyf­is­veit­ing­ar á vatns­vernd­ar­svæð­um veit­ir Heil­brigðis­eft­ir­lit Kjós­ar­svæð­is.

Regl­ur um fram­kvæmd­ir

Fram­kvæmda­að­il­ar skulu upp­fylla neð­an­greind at­riði við fram­kvæmd­ir á við­kvæm­um svæð­um í Mos­fells­bæ.

  • Fram­kvæmda­að­il­ar skulu haga vinnu sinni þann­ig að ör­yggi verði sem best tryggt.
  • Fram­kvæmda­að­il­ar skulu haga öll­um merk­ing­um þann­ig að ör­yggi verði sem best tryggt í sam­ræmi við gild­andi reglu­gerð­ir og leið­bein­ing­ar Vega­gerð­ar­inn­ar um vinnusvæða­merk­ing­ar.
  • Ef vél­knú­in tæki eða vinnu­vél­ar eru not­að­ar til fram­kvæmda skal tryggja að meng­un­ar­varn­ir séu í lagi og ekki sé hætta á meng­un t.d. af völd­um olíuleka eða leka á glu­ssa.
  • Verði meng­un­ar­ó­happ, svo sem vegna olíuleka úr tæki, skal taf­ar­laust gera ráð­staf­an­ir til að koma í veg fyr­ir frek­ari meng­un, hreinsa upp þá meng­un sem orð­ið hef­ur og til­kynna hana til um­hverf­is­sviðs Mos­fells­bæj­ar og Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is.
  • Óheim­ilt að trufla dýralíf, eins og fugla og fiska, meira en brýn þörf ber til
    Eng­ar fram­kvæmd­ir eru leyfð­ar á aðal varp­tíma fugla inn­an fugla­friðlanda eða við við­kvæm varps­væði, eins og móa og fjör­ur, frá 10. maí til 20. júní.
  • Huga skal að því að mann­virki falli vel inn í lands­lag­ið.
  • Halda skal öllu raski í lág­marki.
  • Óheim­ilt er að losa efni frá fram­kvæmda­svæð­um í ár og vötn.
  • Óheim­ilt er að moka upp úr ár­far­veg­um, rjúfa bakka eða þrengja ár­far­vegi án nauð­syn­legra leyfa.
  • Sér­staka að­gæslu skal sýna við fram­kvæmd­ir á mýr­lend­um svæð­um og vatna­svæð­um og huga að frá­gangi á frá­veitu­vatni.
  • Ef far­ið er í upp­græðslu til að bæta rask skal tryggja að not­að­ar séu teg­und­ir af svæð­inu, en ekki fram­andi teg­und­ir, svo sem alaskal­úpína.
  • Fram­kvæmda­að­il­ar skulu ganga frá því landi sem raskað verð­ur vegna fram­kvæmd­anna sem fyrst eft­ir að fram­kvæmd­um er lok­ið og skila í sama eða sam­bæri­legu ásig­komu­lagi og var fyr­ir rask.

Leyf­is­veit­ing­ar

Ár og vötn

Fram­kvæmd­ir í og við ár og vötn eru háð­ar leyfi Fiski­stofu.

Ár og vötn í Mos­fells­bæ eru t.d.:

  • Bjarn­ar­vatn
  • Borg­ar­vatn
  • Geld­inga­tjörn
  • Hafra­vatn
  • Hólmsá
  • Kalda­kvísl
  • Króka­tjörn
  • Langa­vatn
  • Leirtjörn
  • Leir­vogsá
  • Leir­vogs­vatn
  • Selvatn
  • Sil­unga­tjörn
  • Suð­urá
  • Úlfarsá
  • Varmá

Hverf­is­vernd­ar­svæði

Fram­kvæmd­ir eða breyt­ing­ar á hverf­is­vernd­ar­svæð­um eru háð­ar um­fjöllun í um­hverf­is­nefnd, skipu­lags­nefnd sem og stað­fest­ingu bæj­ar­stjórn­ar.

Svæði með hverf­is­vernd í Mos­fells­bæ eru:

  • Varmá – 50 metra belti beggja vegna ár
  • Kalda­kvísl – 50 metra belti beggja vegna ár
  • Suð­urá – 50 metra belti beggja vegna ár
  • Leir­vogsá – 100 metra belti beggja vegna ár
  • Hólmsá – 100 metra belti beggja vegna ár
  • Úlfarsá – 100 metra belti beggja vegna ár
  • Urð­ir í mið­bæ
  • Leiru­vog­ur – óshólm­ar Leir­vogs­ár og strand­lengja og fjara að Blikastaðakró
  • Trölla­foss og nán­asta um­hverfi

Sér­stök vernd – jarð­mynd­an­ir og vist­kerfi

Fram­kvæmd­ir sem krefjst fram­kvæmda- eða bygg­inga­leyf­is á svæð­um sem falla und­ir sér­staka vernd eru háð­ar um­sögn Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Svæði með sér­staka vernd eru:

  • Eld­vörp, gervi­gíg­ar og eld­hraun
  • Stöðu­vötn og tjarn­ir 1.000 m2 að stærð eða stærri
  • Mýr­ar og fló­ar 3 ha að stærð eða stærri
  • Foss­ar
  • Hver­ir og að­r­ar heit­ar upp­sprett­ur, svo og hrúð­ur og hrúð­ur­breið­ur 100 m2 að stærð eða stærri
  • Sjáv­ar­fitj­ar og leir­ur

Svæði á nátt­úru­m­inja­skrá

Fram­kvæmd­ir á nátt­úru­vernd­ar­svæð­um skal til­kynna til Um­hverf­is­stofn­un­ar og eru háð­ar um­sögn stofn­un­ar­inn­ar.

Svæði á nátt­úru­m­inja­skrá í Mos­fells­bæ eru:

  • Úlfarsá og Blikastaðakró – 200 metra belti beggja vegna ár, 50 metra breið strand­lengja
  • Leiru­vog­ur – óshólm­ar Leir­vogs­ár og strand­lengja, fjara og grunn­sævi að Blikastaðakró
  • Trölla­foss og nán­asta um­hverfi
  • Varmá

Þessi svæði eru einn­ig skil­greind sem hverf­is­vernd­ar­svæði.

Frið­lýst svæði

Fram­kvæmd­ir á frið­lýst­um svæð­um eru háð­ar sér­stöku leyfi Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Frið­lýst svæði í Mos­fells­bæ eru:

  • Frið­land við Varmárósa
  • Ála­foss og nán­asta um­hverfi
  • Tungu­foss og nán­asta um­hverfi
  • Fólkvang­ur í Bring­um í Mos­fells­dal

Vatns­vernd­ar­svæði

Fram­kvæmd­ir á vatns­vernd­ar­svæð­um eru háð­ar leyfi heil­brigð­is­nefnd­ar auk þess sem leita þarf um­sagn­ar fram­kvæmda­stjórn­ar um vatns­vernd­ar­svæði.

Um­gengni á vatns­vernd­ar­svæð­um og nýt­ing þeirra skal vera í sam­ræmi við gild­andi sam­þykkt um vernd­ar­svæði vatns­bóla nr. 555/2015.

Vatns­vernd­ar­svæð­um er skipt í þrjá flokka:

  • Brunn­svæði vatns­ból og næsta ná­grenni þess er al­gjör­lega frið­að nema fyr­ir nauð­syn­leg­um fram­kvæmd­um vatns­veit­unn­ar.
  • Grann­svæði er utan við brunn­svæði. All­ar fram­kvæmd­ir á grann­svæði eru háð­ar ströngu eft­ir­liti til að fyr­ir­byggja breyt­ingu á hripi regns og yf­ir­borð­s­vatns nið­ur í grunn­vatn.
  • Fjar­svæði er að­alákomu­svæði fyr­ir grunn­vatns­strauma. All­ar fram­kvæmd­ir á fjar­svæð­um skulu vera í sam­ræmi við skipu­lags­áætlan­ir og með leyfi frá heil­brigðis­eft­ir­liti.

Vatns­vernd­ar­svæði í Mos­fells­bæ eru eft­ir­far­andi:

  • Fossvallaklif
  • Guddu­laug
  • Lax­nes­dý

Fram­kvæmd­ir á opn­um svæð­um/tak­mark­an­ir á um­ferð

Fram­kvæmd­ir á opn­um svæð­um í landi Mos­fells­bæj­ar eða fram­kvæmd­ir sem tak­marka um­ferð um göt­ur eða stíga bæj­ar­ins ber fram­kvæmda­að­ila að sækja um fram­kvæmda­heim­ild frá Mos­fells­bæ. Um­hverf­is­svið Mos­fells­bæj­ar gef­ur út fram­kvæmda­heim­ild­ir.

Þetta gild­ir t.d. um:

  • Lagna­fram­kvæmd­ir
  • Gatna­fram­kvæmd­ir

Stærri fram­kvæmd­ir sem hafa áhrif á um­hverf­ið

Ef um er að ræða stærri fram­kvæmd­ir sem áhrif hafa á um­hverf­ið og breyta ásýnd þess skal sækja um fram­kvæmda­leyfi frá skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar. Um­sókn­um um fram­kvæmda­leyfi má skila til skipu­lags­full­trúa Mos­fells­bæj­ar. Fram­kvæmda­leyfi er gef­ið út á grund­velli skipu­lags­áætl­ana, deili­skipu­lags ef slíkt er til stað­ar, en ann­ars að­al­skipu­lags. Skipu­lags­nefnd veit­ir fram­kvæmda­leyfi. Einn­ig gæti ver­ið kraf­ist um­hverf­is­mats vegna slíkra fram­kvæmda og leið­bein­ir skipu­lags­full­trúi um slíkt.

Þetta gild­ir t.d. um:

  • Land­mót­un, breyt­ingu lands með jarð­vinnu
  • Stór­ar jarð­vegs­man­ir
  • Efnis­töku
  • Stíga­gerð, vega­gerð og brúa­gerð
Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00