Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Full­trú­ar í ung­menna­ráði Mos­fells­bæj­ar, þau Eyrún Birna Braga­dótt­ir, Edda Stein­unn Er­lends­dótt­ir Scheving, Katrín Vala Arn­ars­dótt­ir Linden og Sig­urð­ur Óli Karls­son, fund­uðu í gær, mið­viku­dag­inn 6. sept­em­ber, með bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar og bæj­ar­stjóra ásamt þeim Eddu Dav­íðs­dótt­ur og Ísak Vikt­ors­syni starfs­fólki fræðslu- og frí­stunda­sviðs.

Full­trú­arn­ir fóru yfir helstu at­rið­in sem komu fram á barna- og ung­menna­þingi sem hald­ið var í Mos­fells­bæ 13. apríl sl. á veg­um verk­efn­is­ins Barn­vænt sveit­ar­fé­lag. Ung­mennaráð var gest­gjafi á þing­inu og í hlut­verki um­ræð­u­stjóra en 90 nem­end­ur í 5. – 10. bekk í skól­um Mos­fells­bæj­ar tóku þátt. Mos­fell­bær vinn­ur að inn­leið­ingu á verk­efn­inu Barn­vænt sveit­ar­fé­lag sem bygg­ir á barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Dæmi um áhersl­ur frá barna- og ung­menna­þing­inu sem voru rædd­ar á fund­in­um með bæj­ar­stjórn voru með­al ann­ars stræt­is­vagna­sam­göng­ur í Mos­fells­bæ og að­r­ar sam­göng­ur eins og raf­hlaupa­hjól. Þá var einn­ig rætt um mál­efni barna með sér­þarf­ir, s.s. les­blindra nem­enda og barna og ung­linga með ADHD, um­hverf­is­mál og mis­mun­andi kennslu­hætti í grunn­skól­um bæj­ar­ins. Auk þess var fjallað um opn­un­ar­tíma fé­lags­mið­stöðva og sund­lauga, ung­menna­hús og hug­mynd ung­menna­ráðs um ung­mennaseríu, stiga­keppni fyr­ir alla ald­urs­hópa í tengsl­um við skóla og vinnu­skóla.

Formað­ur stýri­hóps um Barn­vænt sveit­ar­fé­lag, Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir, fór yfir næstu áfanga í vinn­unni að því að Mos­fells­bær fái við­ur­kenn­ingu sem Barn­vænt sveit­ar­fé­lag en ung­menna­ráð­ið er mik­il­væg­ur þátt­tak­andi í þeirri vinnu. Næstu skref eru að stýri­hóp­ur­inn mun skila inn grein­ar­gerð til UNICEF og vinna að­gerða­áætlun út frá áherslu­mál­um barna- og ung­menna­þings­ins.

Fund­ur­inn tókst mjög vel og sam­hljóm­ur í því að það þyrfti að kalla ung­menna­ráð­ið oft­ar að borð­inu þeg­ar það væri ver­ið að fjalla um mál sem tengjast börn­um og ung­menn­um og það ætti bæði við starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar og kjörna full­trúa.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00