Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að fela umhverfissviði að bjóða út áframhaldandi uppbyggingu og innréttingu á nýjum leikskóla í Helgafellslandi.
Umhverfissvið ásamt rýnihópi ráðgjafa, hönnuða og fulltrúa fræðslu- og frístundasviðs höfðu áður fengið það verkefni frá bæjarráði að endurskoða hönnun leikskólans með það að markmiði að lækka áætlaðan byggingakostnað við verkið, sem forsendu þess að áfram yrði haldið með uppbygginguna. Kostnaðarramminn lækkaði þannig um 15% einkum með því að breyta efnisvali og búnaði.
Tengt efni
Samningar um glugga og innréttingar í Kvíslarskóla
Í dag var skrifað undir samninga um glugga og innréttingar í Kvíslarskóla og nemur upphæðin samtals um 450 mkr.
Vinna við fyrsta áfanga deiliskipulags íbúðarbyggðar að Blikastöðum er hafin
Skipulagsnefnd hefur samþykki að heimila skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar að hefja undirbúning vinnu við mótun fyrsta áfanga deiliskipulags íbúðarbyggðar að Blikastöðum.
Verksamningur um bætt umferðaröryggi við Reykjaveg undirritaður
Jarðval sf. var lægstbjóðandi í verk sem snýr að umferðaröryggi frá Bjargsvegi inn að Reykjum og hefur verksamningur verið undirritaður.