Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. nóvember 2022

Skóg­rækt­ar­fé­lag Mos­fells­bæj­ar hef­ur ver­ið starf­rækt í 67 ár og með­al ann­ars byggt upp Hamra­hlíð­ar­skóg sem er orð­inn vel vax­inn.

Ann­að árið í röð er jóla­tréð fyr­ir Mið­bæj­artorg okk­ar Mos­fell­inga sótt í skóg­inn og má segja að hefð hafi nú skap­ast fyr­ir því. Það var Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri sem fékk heið­ur­inn af því að fella tréð í ár með dyggri að­stoð skóg­rækt­ar­fé­lags­ins og starfs­fólks þjón­ustumið­stöðv­ar.

Við val á trénu eru ekki valin stak­stæð tré held­ur tré sem standa í þétt­um skógi og kom­inn er tími á grisj­un. Skóg­rækt­ar­fé­lag­ið gróð­ur­set­ur allt að 30 tré í stað­inn fyr­ir hvert fellt tré og það á einn­ig við um þetta.


Á mynd­inni eru Björn Trausta­son formað­ur skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar og Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri.

Ljós­mynd: Hilm­ar Gunn­ars­son hjá Mos­fell­ingi

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00