Skógræktarfélag Mosfellsbæjar hefur verið starfrækt í 67 ár og meðal annars byggt upp Hamrahlíðarskóg sem er orðinn vel vaxinn.
Annað árið í röð er jólatréð fyrir Miðbæjartorg okkar Mosfellinga sótt í skóginn og má segja að hefð hafi nú skapast fyrir því. Það var Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri sem fékk heiðurinn af því að fella tréð í ár með dyggri aðstoð skógræktarfélagsins og starfsfólks þjónustumiðstöðvar.
Við val á trénu eru ekki valin stakstæð tré heldur tré sem standa í þéttum skógi og kominn er tími á grisjun. Skógræktarfélagið gróðursetur allt að 30 tré í staðinn fyrir hvert fellt tré og það á einnig við um þetta.
Á myndinni eru Björn Traustason formaður skógræktarfélags Mosfellsbæjar og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.
Ljósmynd: Hilmar Gunnarsson hjá Mosfellingi
Tengt efni
Jólatréð fyrir miðbæjartorg úr heimabyggð
Fjórða árið í röð er jólatréð fyrir miðbæjartorg sótt í Hamrahlíðarskóg.
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar
Mosfellsbær efstur á lista yfir spennandi ferðamannastaði á Íslandi