14. september 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Eigendasamkomulag Sorpu um meðhöndlun úrgangs í Álfsnesi202309272
Viðauki við eigendasamkomulag Sorpu bs. er varðar meðhöndlun á úrgangi í Álfnesi lagður fram til afgreiðslu.
Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir yfir vonbrigðum með að urðun í Álfsnesi verði ekki hætt í árslok líkt og eigendasamkomulag frá árinu 2013 með síðari viðaukum um meðhöndlun úrgangs í Álfsnesi kveður á um. Ein helsta ástæða fyrir því er að annar urðunarstaður fyrir höfuðborgarsvæðið hefur ekki fundist.
Sá viðauki við eigendasamkomulagið sem nú liggur fyrir kveður á um framlengingu á nýtingu urðunarstaðar í Álfsnesi til ársloka 2030 fyrir óvirkan úrgang. Sett eru stíf skilyrði um að urðun alls lífræns úrgangs verði hætt 31. desember 2023. Þar að auki kveður samkomulagið á um víðtækar aðgerðir til að koma í veg fyrir lyktar- og sjónmengun auk umfangsmikillar skógræktar í Álfsnesi.
Til að tryggja eftirfylgni við samkomulagið verður sett á fót þriggja manna verkefnastjórn sem bæjarstjóri Mosfellsbæjar mun sitja í. Bæjarráð leggur áherslu á að verkefnastjórnin tryggi að vinna við leit að nýjum urðunarstað verði í forgangi þannig að unnt verði að hætta urðun í Álfsnesi sem fyrst. Er lögð áhersla á að verkefnastjórn skili framvinduskýrslu til eigenda tvisvar á ári.Meðal annars í ljósi þess að hætt verður að urða lífrænan úrgang, að útflutningur á bögguðum úrgangi er að hefjast auk þeirra skilyrða sem fram koma í samkomulaginu samþykkir bæjarráð Mosfellsbæjar fyrirliggjandi viðauka við eigendasamkomulagið með þeim skilyrðum sem þar koma fram, þ.á.m. að urðun verði alfarið hætt í árslok 2030.
Bæjarstjóra er falið að undirrita samkomulagið fyrir hönd Mosfellsbæjar.
2. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins 2024-2025202309334
Samkomulag um Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og Mosfellsbæjar vegna áranna 2024-2025 lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum samkomulag um Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins vegna áranna 2024 og 2025 og felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið. Samkomulaginu er jafnframt vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
- FylgiskjalSamningur sveitarfélagsins Mosfellsbæjar og Markaðsstofu 2024-2025.pdfFylgiskjalFylgiskjal 1 Minnisblað_-_afangastaðastofa_des_2022.pdfFylgiskjalFylgiskjal 1 Stjórn_SSH_-_548.pdfFylgiskjalFylgiskjal 2 Samþykktir Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins.pdfFylgiskjalFylgiskjal 3 Samningur um stofnun Áfangastaðastofu 2023.pdf
3. Kvikmyndafélagið Umbi, Melkot, umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis202305862
Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir rekstur gististaðir í flokki II - C minna gistiheimili í Melkoti. Viðbótarupplýsingar hafa verið lagðar fram.
Með vísan til umsagna byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa samþykkir bæjarráð með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn um rekstarleyfi fyrir rekstur gististaðir í flokki II - C minna gistiheimili í Melkoti.
4. Eignatjón íbúa við Súluhöfða 41-51202309034
Bréf frá íbúum við Súluhöfða 41-51 þar sem bent er á tjón vegna nábýlis við golfvöll Golfklúbbs Mosfellsbæjar og hugsanlegt líkamtjón og krafist úrbóta.
Erindið er lagt fram og bæjarstjóra er falið að svara bréfriturum.
5. Skarhólabraut 30 úthlutun á lóð202308836
Erindi frá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar þar sem þess er óskað að félaginu verði veitt vilyrði fyrir úthlutun lóðarinnar Skarhólabraut 30 (L229227).
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirbúa viljayfirlýsingu um úthlutun lóðarinnar, sem nú er í deiliskipulagsferli, til Skógræktarfélags Mosfellsbæjar.
6. Framlag ríkisins 2023 vegna barna með fjölþættan vanda og eða miklar þroska- og geðraskarnir202309048
Bréf mennta- og barnamálaráðuneytis, varðandi áform um að veita framlag úr ríkissjóði til að standa straum af hluta kostnaðar sveitarfélaga vegna barna með fjölþættan vanda og/eða miklar þroska og geðraskanir og eru vistuð utan heimilis, lagt fram. Jafnframt er skýrsla stýrihóps um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda lögð fram til kynningar.
Bæjarráð vísar bréfinu til meðferðar velferðarsviðs. Jafnframt er skýrslu stýrihóps fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda vísað til kynningar í velferðarnefnd.
7. Hvatning til sveitarstjórna um mótun málstefnu202309098
Bréf frá innviðaráðuneytinu þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að móta málstefnu í samræmi við 130. gr. sveitarstjórnarlaga.
Erindið er lagt fram.