Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. september 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Eig­enda­sam­komulag Sorpu um með­höndl­un úr­gangs í Álfs­nesi202309272

    Viðauki við eigendasamkomulag Sorpu bs. er varðar meðhöndlun á úrgangi í Álfnesi lagður fram til afgreiðslu.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar lýs­ir yfir von­brigð­um með að urð­un í Álfs­nesi verði ekki hætt í árslok líkt og eig­enda­sam­komulag frá ár­inu 2013 með síð­ari við­auk­um um með­höndl­un úr­gangs í Álfs­nesi kveð­ur á um. Ein helsta ástæða fyr­ir því er að ann­ar urð­un­ar­stað­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið hef­ur ekki fund­ist.

    Sá við­auki við eig­enda­sam­komu­lag­ið sem nú ligg­ur fyr­ir kveð­ur á um fram­leng­ingu á nýt­ingu urð­un­ar­stað­ar í Álfs­nesi til árs­loka 2030 fyr­ir óvirk­an úr­g­ang. Sett eru stíf skil­yrði um að urð­un alls líf­ræns úr­gangs verði hætt 31. des­em­ber 2023. Þar að auki kveð­ur sam­komu­lag­ið á um víð­tæk­ar að­gerð­ir til að koma í veg fyr­ir lykt­ar- og sjón­meng­un auk um­fangs­mik­ill­ar skóg­rækt­ar í Álfs­nesi.

    Til að tryggja eft­ir­fylgni við sam­komu­lag­ið verð­ur sett á fót þriggja manna verk­efna­stjórn sem bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar mun sitja í. Bæj­ar­ráð legg­ur áherslu á að verk­efna­stjórn­in tryggi að vinna við leit að nýj­um urð­un­ar­stað verði í for­gangi þann­ig að unnt verði að hætta urð­un í Álfs­nesi sem fyrst. Er lögð áhersla á að verk­efna­stjórn skili fram­vindu­skýrslu til eig­enda tvisvar á ári.

    Með­al ann­ars í ljósi þess að hætt verð­ur að urða líf­ræn­an úr­g­ang, að út­flutn­ing­ur á bögg­uð­um úr­gangi er að hefjast auk þeirra skil­yrða sem fram koma í sam­komu­lag­inu sam­þykk­ir bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar fyr­ir­liggj­andi við­auka við eig­enda­sam­komu­lag­ið með þeim skil­yrð­um sem þar koma fram, þ.á.m. að urð­un verði al­far­ið hætt í árslok 2030.

    Bæj­ar­stjóra er fal­ið að und­ir­rita sam­komu­lag­ið fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar.

  • 2. Mark­aðs­stofa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2024-2025202309334

    Samkomulag um Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og Mosfellsbæjar vegna áranna 2024-2025 lagt fram til samþykktar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um sam­komulag um Mark­aðs­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins vegna ár­anna 2024 og 2025 og fel­ur bæj­ar­stjóra að und­ir­rita sam­komu­lag­ið. Sam­komu­lag­inu er jafn­framt vísað til fjár­hags­áætl­un­ar­gerð­ar.

  • 3. Kvik­mynda­fé­lag­ið Umbi, Mel­kot, um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is202305862

    Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir rekstur gististaðir í flokki II - C minna gistiheimili í Melkoti. Viðbótarupplýsingar hafa verið lagðar fram.

    Með vís­an til um­sagna bygg­ing­ar­full­trúa og skipu­lags­full­trúa sam­þykk­ir bæj­ar­ráð með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi um­sókn um rekst­ar­leyfi fyr­ir rekst­ur gisti­stað­ir í flokki II - C minna gisti­heim­ili í Mel­koti.

  • 4. Eigna­tjón íbúa við Súlu­höfða 41-51202309034

    Bréf frá íbúum við Súluhöfða 41-51 þar sem bent er á tjón vegna nábýlis við golfvöll Golfklúbbs Mosfellsbæjar og hugsanlegt líkamtjón og krafist úrbóta.

    Er­ind­ið er lagt fram og bæj­ar­stjóra er fal­ið að svara bréf­rit­ur­um.

  • 5. Skar­hóla­braut 30 út­hlut­un á lóð202308836

    Erindi frá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar þar sem þess er óskað að félaginu verði veitt vilyrði fyrir úthlutun lóðarinnar Skarhólabraut 30 (L229227).

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að und­ir­búa vilja­yf­ir­lýs­ingu um út­hlut­un lóð­ar­inn­ar, sem nú er í deili­skipu­lags­ferli, til Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar.

  • 6. Fram­lag rík­is­ins 2023 vegna barna með fjöl­þætt­an vanda og eða mikl­ar þroska- og geðra­sk­arn­ir202309048

    Bréf mennta- og barnamálaráðuneytis, varðandi áform um að veita framlag úr ríkissjóði til að standa straum af hluta kostnaðar sveitarfélaga vegna barna með fjölþættan vanda og/eða miklar þroska og geðraskanir og eru vistuð utan heimilis, lagt fram. Jafnframt er skýrsla stýrihóps um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda lögð fram til kynningar.

    Bæj­ar­ráð vís­ar bréf­inu til með­ferð­ar vel­ferð­ar­sviðs. Jafn­framt er skýrslu stýri­hóps fyr­ir­komulag þjón­ustu við börn með fjöl­þætt­an vanda vísað til kynn­ing­ar í vel­ferð­ar­nefnd.

  • 7. Hvatn­ing til sveit­ar­stjórna um mót­un mál­stefnu202309098

    Bréf frá innviðaráðuneytinu þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að móta málstefnu í samræmi við 130. gr. sveitarstjórnarlaga.

    Er­ind­ið er lagt fram.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:11