19. október 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Í upphafi fundar var samþykkt með fimm atkvæðum að taka nýtt mál á dagskrá fundarins sem verði dagskrárliður nr. 9.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Eldhússtofa við Reykjakot, Nýframkvæmd202308506
Óskað er eftir að bæjaráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda í nýtt mötuneytiseldhús leikskólans Reykjakots á grundvelli tilboðs hans.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Mineral ehf., í kjölfar útboðs að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
2. Sundabraut - matsáætlun202309521
Umsögn umhverfissviðs um fyrstu matsáætlun umhverfisáhrifa fyrirhugaðrar lagningar Sundabrautar lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að senda umsögn um málið inn í Skipulagsgáttina, að teknu tilliti til ábendinga sem fram komu á fundinum.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
3. Ósk Rotarýklúbbs Mosfellssveitar að gerður verði formlegur samningur um land sem tekið var í fóstur202110323
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa og fagstjóra garðyrkju og skógræktar vegna erindis Rotarýklúbbs Mosfellssveitar varðandi formlegan samning um land.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að hafnar verði viðræður við Rotarýklúbb Mosfellssveitar um samkomulag vegna málsins í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í fyrirliggjandi umsögn og fram komu á fundinum.
4. Umsókn um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2024202310341
Lagt er til að bæjarráð samþykki tvær umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðmannastaða fyrir árið 2024, annars vegar vegna sundaðstöðu við Hafravatn og hins vegar vegna framkvæmdar á útivistarsvæði við Hamrahlíð við Úlfarsfell.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu að fyrirliggjandi umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2024.
Gestir
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu umbóta og þróunar
5. Samstarfsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar201810279
Tillaga um breytingu á skipan samstarfsvettvangs Mosfellsbæjar og Aftureldingar.
Fundahlé hófst kl. 08:32. Fundur hófst aftur kl. 08:43.
***
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um breytingu á skipan samstarfsvettvangs Mosfellsbæjar og Aftureldingar. Jafnframt er samþykkt að nýstofnuðu menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviði verði falið að endurskoða erindisbréf samráðsvettvangsins með það í huga að tengja betur saman samstarfsvettvanginn við hið nýja svið og íþrótta- og tómstundanefnd.
***
Bókun D lista:
Fulltrúi D lista í bæjarráði sagði sig úr samráðshópi Mosfellsbæjar og Aftureldingar mánudaginn 16. október 2023.Fulltrúar D listans hafa bent á að sú breyting meirihlutans að hafa kjörna fulltrúa í samráðsvettvangnum sé ekki heppileg og að þessi breyting hafi verið mistök og virðist það vera raunin ef marka má erindi það sem hér er til umfjöllunar.
Í kjölfar úrsagnar fulltrúa D lista kemur nú tillaga og minnisblað í bæjarráð frá bæjarstjóra um að kjörnir fulltrúar bæði úr meiri- og minnihluta víki úr samráðsvettvangnum og eru ástæður tillögunnar útskýrðar í minnisblaðinu. Þær ástæður sem þar eru reifaðar koma reyndar verulega á óvart.
Fulltrúar D lista fagna því að samráðsvettvangurinn sé færður til fyrra horfs og að kjörnir fulltrúar víki þar sæti. Vonandi gengur vinna samráðshópsins vel á næstu misserum og vonandi kemst skriður á nauðsynlega uppbyggingu á Varmársvæði sem allra fyrst.
***
Fundarhlé hófst kl. 08:45. Fundur hófst aftur kl. 08:59.
***
Bókun B, C og S lista:
Stofnað var til samráðsvettvangs Mosfellsbæjar og Aftureldingar 2018. Í honum sat þáverandi bæjarstjóri sem var oddviti D lista. Því er það skýrt í okkar huga að alltaf hefur verið pólitískur fulltrúi á þessum vettvangi.Þegar nýr meirihluti tók til starfa var ákveðið að bjóða einnig fulltrúa úr minnihluta bæjarstjórnar sæti á samráðsvettvanginum til að tryggja raunverulegt samráð og sátt í málefnum félagsins á vettvangi bæjarins. Reynslan hefur sýnt okkur að þetta fyrirkomulag er óheppilegt þrátt fyrir að stofnað hafi verið til þess af góðum ásetningi.
Samráð við Aftureldingu verður í góðum höndum hjá bæjarstjóra og forstöðumönnum bæjarins. Sérstaklega eftir stofnun nýs sviðs menningar, íþrótta- og lýðheilsu. Íþrótta- og tómstundanefnd er einnig fagnefnd málaflokksins og á að hafa öfluga aðkomu að málefnum íþrótta- og tómstundafélaga í bænum. Gera má ráð fyrir að þessi vettvangur haldi áfram að þróast til framtíðar í takti við þarfir þeirra aðila sem þar sitja.Gestir
- Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
6. Tillaga D lista - flutningur á félagsstarfi eldri borgara í Brúarland202310444
Tillaga D lista til bæjarráðs þar sem lagt er til að félagsstarf eldri borgara fái afnot af Brúarlandi undir starfsemi sína.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögu D lista inn í þarfagreiningu í málaflokki eldri borgara, sem tillaga liggur fyrir um að verði unnin á vettvangi velferðarnefndar.
***
Bókun B, C og S lista:
Ljóst er að skoða þarf aðstöðumál félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ. Reynslan t.d. af félagsstarfi í Hlégarði á þriðjudögum undanfarna mánuði sýnir það. Til að unnt sé að taka ígrundaða ákvörðun um hvar skynsamlegast sé að hýsa félagsstarfið til framtíðar litið þarf að fara fram vönduð þarfagreining. Sú þarfagreining þarf að taka mið af hugmyndum um framþróun félagsstarfsins og fjölgun eldri borgara á komandi árum. Inn í þá vinnu verður m.a. verðmætt að fá niðurstöður könnunar sem áætlað er að leggja fyrir eldra fólk í Mosfellsbæ. Tillaga um slíka þarfagreiningu liggur fyrir næsta fundi velferðarnefndar.Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
7. Frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu202310255
Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Umsagnarfrestur er til 24. október.
Lagt fram.
8. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038202310303
Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Umsagnarfrestur er til 26. október n.k.
Lagt fram.
9. Ársreikningur 2022 - bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga202310471
Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) vegna ársreiknings Mosfellsbæjar fyrir árið 2022.
Málinu frestað til næsta fundar vegna tímaskorts.