Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. október 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
 • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varamaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
 • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
 • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Í upp­hafi fund­ar var sam­þykkt með fimm at­kvæð­um að taka nýtt mál á dagskrá fund­ar­ins sem verði dag­skrárlið­ur nr. 9.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Eld­hús­stofa við Reykja­kot, Ný­fram­kvæmd202308506

  Óskað er eftir að bæjaráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda í nýtt mötuneytiseldhús leikskólans Reykjakots á grundvelli tilboðs hans.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda, Mineral ehf., í kjöl­far út­boðs að því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt.

  Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða 10 daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

  Gestir
  • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
 • 2. Sunda­braut - matsáætlun202309521

  Umsögn umhverfissviðs um fyrstu matsáætlun umhverfisáhrifa fyrirhugaðrar lagningar Sundabrautar lögð fram til samþykktar.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að senda um­sögn um mál­ið inn í Skipu­lags­gátt­ina, að teknu til­liti til ábend­inga sem fram komu á fund­in­um.

  Gestir
  • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
  • 3. Ósk Rotarý­klúbbs Mos­fells­sveit­ar að gerð­ur verði form­leg­ur samn­ing­ur um land sem tek­ið var í fóst­ur202110323

   Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa og fagstjóra garðyrkju og skógræktar vegna erindis Rotarýklúbbs Mosfellssveitar varðandi formlegan samning um land.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að hafn­ar verði við­ræð­ur við Rotarý­klúbb Mos­fells­sveit­ar um sam­komulag vegna máls­ins í sam­ræmi við þau sjón­ar­mið sem fram koma í fyr­ir­liggj­andi um­sögn og fram komu á fund­in­um.

  • 4. Um­sókn um styrk úr Fram­kvæmda­sjóði ferða­mannastaða 2024202310341

   Lagt er til að bæjarráð samþykki tvær umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðmannastaða fyrir árið 2024, annars vegar vegna sundaðstöðu við Hafravatn og hins vegar vegna framkvæmdar á útivistarsvæði við Hamrahlíð við Úlfarsfell.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um til­lögu að fyr­ir­liggj­andi um­sókn­um í Fram­kvæmda­sjóð ferða­mannastaða fyr­ir árið 2024.

   Gestir
   • Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu umbóta og þróunar
  • 5. Sam­starfs­vett­vang­ur Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar201810279

   Tillaga um breytingu á skipan samstarfsvettvangs Mosfellsbæjar og Aftureldingar.

   Funda­hlé hófst kl. 08:32. Fund­ur hófst aft­ur kl. 08:43.

   ***

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um breyt­ingu á skip­an sam­starfs­vett­vangs Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar. Jafn­framt er sam­þykkt að ný­stofn­uðu menn­ing­ar-, íþrótta- og lýð­heilsu­sviði verði fal­ið að end­ur­skoða er­ind­is­bréf sam­ráðsvett­vangs­ins með það í huga að tengja bet­ur sam­an sam­starfs­vett­vang­inn við hið nýja svið og íþrótta- og tóm­stunda­nefnd.

   ***

   Bók­un D lista:
   Full­trúi D lista í bæj­ar­ráði sagði sig úr sam­ráðs­hópi Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar mánu­dag­inn 16. októ­ber 2023.

   Full­trú­ar D list­ans hafa bent á að sú breyt­ing meiri­hlut­ans að hafa kjörna full­trúa í sam­ráðsvett­vangn­um sé ekki heppi­leg og að þessi breyt­ing hafi ver­ið mistök og virð­ist það vera raun­in ef marka má er­indi það sem hér er til um­fjöll­un­ar.

   Í kjöl­far úr­sagn­ar full­trúa D lista kem­ur nú til­laga og minn­is­blað í bæj­ar­ráð frá bæj­ar­stjóra um að kjörn­ir full­trú­ar bæði úr meiri- og minni­hluta víki úr sam­ráðsvett­vangn­um og eru ástæð­ur til­lög­unn­ar út­skýrð­ar í minn­is­blað­inu. Þær ástæð­ur sem þar eru reif­að­ar koma reynd­ar veru­lega á óvart.

   Full­trú­ar D lista fagna því að sam­ráðsvett­vang­ur­inn sé færð­ur til fyrra horfs og að kjörn­ir full­trú­ar víki þar sæti. Von­andi geng­ur vinna sam­ráðs­hóps­ins vel á næstu miss­er­um og von­andi kemst skrið­ur á nauð­syn­lega upp­bygg­ingu á Varmár­svæði sem allra fyrst.

   ***

   Fund­ar­hlé hófst kl. 08:45. Fund­ur hófst aft­ur kl. 08:59.

   ***

   Bók­un B, C og S lista:
   Stofn­að var til sam­ráðsvett­vangs Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar 2018. Í hon­um sat þá­ver­andi bæj­ar­stjóri sem var odd­viti D lista. Því er það skýrt í okk­ar huga að alltaf hef­ur ver­ið póli­tísk­ur full­trúi á þess­um vett­vangi.

   Þeg­ar nýr meiri­hluti tók til starfa var ákveð­ið að bjóða einn­ig full­trúa úr minni­hluta bæj­ar­stjórn­ar sæti á sam­ráðsvett­vang­in­um til að tryggja raun­veru­legt sam­ráð og sátt í mál­efn­um fé­lags­ins á vett­vangi bæj­ar­ins. Reynsl­an hef­ur sýnt okk­ur að þetta fyr­ir­komulag er óheppi­legt þrátt fyr­ir að stofn­að hafi ver­ið til þess af góð­um ásetn­ingi.

   Sam­ráð við Aft­ur­eld­ingu verð­ur í góð­um hönd­um hjá bæj­ar­stjóra og for­stöðu­mönn­um bæj­ar­ins. Sér­stak­lega eft­ir stofn­un nýs sviðs menn­ing­ar, íþrótta- og lýð­heilsu. Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd er einn­ig fag­nefnd mála­flokks­ins og á að hafa öfl­uga að­komu að mál­efn­um íþrótta- og tóm­stunda­fé­laga í bæn­um. Gera má ráð fyr­ir að þessi vett­vang­ur haldi áfram að þró­ast til fram­tíð­ar í takti við þarf­ir þeirra að­ila sem þar sitja.

   Gestir
   • Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
  • 6. Til­laga D lista - flutn­ing­ur á fé­lags­starfi eldri borg­ara í Brú­ar­land202310444

   Tillaga D lista til bæjarráðs þar sem lagt er til að félagsstarf eldri borgara fái afnot af Brúarlandi undir starfsemi sína.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa fyr­ir­liggj­andi til­lögu D lista inn í þarf­agrein­ingu í mála­flokki eldri borg­ara, sem til­laga ligg­ur fyr­ir um að verði unn­in á vett­vangi vel­ferð­ar­nefnd­ar.

   ***

   Bók­un B, C og S lista:
   Ljóst er að skoða þarf að­stöðu­mál fé­lags­starfs eldri borg­ara í Mos­fells­bæ. Reynsl­an t.d. af fé­lags­starfi í Hlé­garði á þriðju­dög­um und­an­farna mán­uði sýn­ir það. Til að unnt sé að taka ígrund­aða ákvörð­un um hvar skyn­sam­leg­ast sé að hýsa fé­lags­starf­ið til fram­tíð­ar lit­ið þarf að fara fram vönd­uð þarf­agrein­ing. Sú þarf­agrein­ing þarf að taka mið af hug­mynd­um um fram­þró­un fé­lags­starfs­ins og fjölg­un eldri borg­ara á kom­andi árum. Inn í þá vinnu verð­ur m.a. verð­mætt að fá nið­ur­stöð­ur könn­un­ar sem áætlað er að leggja fyr­ir eldra fólk í Mos­fells­bæ. Til­laga um slíka þarf­agrein­ingu ligg­ur fyr­ir næsta fundi vel­ferð­ar­nefnd­ar.

   Gestir
   • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
  • 7. Frum­varp til laga um Mið­stöð mennt­un­ar og skóla­þjón­ustu202310255

   Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Umsagnarfrestur er til 24. október.

   Lagt fram.

  • 8. Til­laga til þings­álykt­un­ar um sam­göngu­áætlun fyr­ir árin 2024-2038202310303

   Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Umsagnarfrestur er til 26. október n.k.

   Lagt fram.

  • 9. Árs­reikn­ing­ur 2022 - bréf frá Eft­ir­lits­nefnd með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga202310471

   Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) vegna ársreiknings Mosfellsbæjar fyrir árið 2022.

   Mál­inu frestað til næsta fund­ar vegna tíma­skorts.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15