Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. maí 2022

Upp­bygg­ing­ar­samn­ing­ur án hlið­stæðu.

Mos­fells­bær og Blikastað­a­land ehf. hafa und­ir­ritað sam­starfs­samn­ing um upp­bygg­ingu sjálf­bærr­ar og mann­vænn­ar byggð­ar í landi Blikastaða. Hverf­ið verð­ur hann­að frá grunni sem fjöl­breytt og blönd­uð byggð þar sem fólk get­ur sinnt helstu er­ind­um fót­gang­andi eða með al­menn­ings­sam­göng­um þar sem Borg­ar­lín­an verð­ur í burð­ar­hlut­verki. Með því er stuðlað að betri nýt­ingu nátt­úru­gæða, orku og inn­viða sem sýn­ir ábyrgð í um­hverf­is­mál­um og trygg­ir lífs­gæði kom­andi kyn­slóða.

Blikastað­a­land er stærsta óbyggða land­svæði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Svæð­ið er á sveit­ar­fé­laga­mörk­um við Reykja­vík og af­markast af golf­velli Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar í norðri, Kor­p­úlfs­staða­vegi og Vest­ur­lands­vegi í suðri, nú­ver­andi byggð í Mos­fells­bæ í austri og Úlfarsá í vestri. Alls er svæð­ið um 87 hekt­ar­ar, en þar af er gert ráð fyr­ir að nýt­an­legt land til upp­bygg­ing­ar nýs íbúða- og at­vinnusvæð­is sé um 80 hekt­ar­ar.

Í sam­komu­lag­inu er gert ráð fyr­ir að fjöldi íbúða verði 3.500 til 3.700 tals­ins, blanda fjöl­býl­is og sér­býl­is, auk 150 íbúða fyr­ir 55 ára og eldri, skóla, íþrótta­að­stöðu og at­vinnu­hús­næð­is. Sam­komu­lag­ið fel­ur í sér að Blikastað­a­land tek­ur þátt í upp­bygg­ingu svæð­is­ins í takt við fram­vindu upp­bygg­ing­ar­inn­ar og mun Mos­fells­bær fá allt land­ið end­ur­gjalds­laust til eign­ar eft­ir því sem þró­un svæð­is­ins vind­ur fram.

Í Blikastaðalandi verð­ur fal­legt út­sýni til allra átta, út sund­in og jök­ul­sýn á góð­um degi. Þá verð­ur stutt í hvers kon­ar úti­vist þar sem fellin, göngu­stíg­ar, ár, fjör­ur og golf­vell­ir eru til beggja handa.

Fram und­an er skipu­lags­vinna á svæð­inu sem fel­ur í sér und­ir­bún­ing breyt­inga á að­al­skipu­lagi og í kjöl­far þess gerð deili­skipu­lags. Í allri hönn­un verð­ur tek­ið mið af heims­mark­mið­um Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þró­un. Leit­ast verð­ur við að skapa vandað, um­hverf­i­s­vænt og mann­vænt bæj­ar­um­hverfi. Í þeirri vinnu er að­koma íbúa í Mos­fells­bæ tryggð.

Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar:

„Íbúða­byggð á Blikastaðaland­inu hef­ur lengi ver­ið á að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar og það er fagn­að­ar­efni að þetta mik­il­væga upp­bygg­ing­ar­verk­efni sé nú leitt til far­sælla lykta. Ég veit ekki til þess að stærri samn­ing­ur um upp­bygg­ingu íbúða­hverf­is hafi ver­ið gerð­ur hér á landi, enda er um að ræða tíma­móta­samn­ing sem skipt­ir nú­ver­andi og verð­andi Mos­fell­inga og Blikastað­a­land afar miklu máli. Samn­ing­ur­inn trygg­ir far­sæla upp­bygg­ingu hér í Mos­fells­bæ, upp­bygg­ingu sem er til þess fallin að efla þjón­ustu og lífs­gæði Mos­fell­inga og efla sam­fé­lag okk­ar á alla lund. Þá verð­ur ekki fram­hjá því lit­ið að upp­bygg­ing á landi Blikastaða verð­ur lyk­il­þátt­ur í að tryggja gott lóða­fram­boð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem mæt­ir þeirri eft­ir­spurn eft­ir hús­næði sem við höf­um fund­ið svo vel fyr­ir í okk­ar vexti síð­ustu ár. Blikastað­ir eru mik­il­væg­ur hluti bæj­ar­ins okk­ar og það verð­ur mjög ánægju­legt að sjá nýtt og skemmti­legt hverfi byggjast upp á þessu fal­lega landi milli fella og fjöru á næstu árum.“

Þor­gerð­ur Arna Ein­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Blikastaðalands ehf.:

„Við sjá­um mik­il tæki­færi í upp­bygg­ingu þéttr­ar, sjálf­bærr­ar og mann­vænn­ar byggð­ar á Blikastaðalandi í takti við inn­leið­ingu á Borg­ar­línu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ljóst er að mik­il þörf er fyr­ir íbúða­hús­næði um þess­ar mund­ir og því rétt að hefja upp­bygg­ingu eins fljótt og auð­ið er. Fal­leg og ósnort­in nátt­úra er skammt frá land­inu sem og úti­vistarperlurn­ar Úlfars­fell og Úlfarsá. Þessi nátt­úru­gæði eru sér­staða Mos­fells­bæj­ar og það er ákveð­in áskor­un að tvinna nýja byggð sam­an við nátt­úru svæð­is­ins svo úr verði að­lað­andi og fal­leg­ur bæj­ar­hluti. Það er því mik­il­vægt að vanda til verka, en að sama skapi fell­ur verk­efn­ið afar vel að mark­mið­um Ari­on banka og Stefn­is um ábyrg­ar fjár­fest­ing­ar sem hafa já­kvæð áhrif á um­hverfi og sam­fé­lag. Við erum spennt fyr­ir verk­efn­inu og hlökk­um til að taka þátt í að gera það að veru­leika.“

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00