Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. mars 2023

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, og Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, und­ir­rit­uðu í dag samn­ing um sam­ræmda mót­töku flótta­fólks í Mos­fells­bæ.

Samn­ing­ur­inn kveð­ur á um að Mos­fells­bær taki í sam­starfi við stjórn­völd á móti allt að 80 flótta­mönn­um.

Sam­ræmd móttaka flótta­fólks nær til fólks sem feng­ið hef­ur al­þjóð­lega vernd eða dval­ar­leyfi á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða hér á landi. Mark­mið­ið er að tryggja flótta­fólki sam­fellda og jafna þjón­ustu óháð því hvað­an það kem­ur og í hvaða sveit­ar­fé­lagi það sest að.

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, fagn­ar því að Mos­fells­bær bæt­ist í sís­tækk­andi hóp sveit­ar­fé­laga sem und­ir­rita samn­inga um sam­ræmda mót­töku flótta­fólks. „Það er dýr­mætt að fá Mos­fells­bæ inn í þetta mik­il­væga verk­efni. Ég óska sveit­ar­fé­lag­inu til ham­ingju um leið og ég óska nýj­um íbú­um bæj­ar­ins velfarn­að­ar.“

„Við hjá Mos­fells­bæ fögn­um þessu sam­komu­lagi þar sem það set­ur skýr­an ramma utan um þá þjón­ustu sem við veit­um flótta­fólki. Það er mik­il­vægt að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð og taka vel á móti fólki á flótta,“ seg­ir Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

Þetta er átt­undi samn­ing­ur­inn sem und­ir­rit­að­ur er frá því í nóv­em­ber sl. um sam­ræmda mót­töku flótta­fólks. Auk Mos­fells­bæj­ar hef­ur Reykja­vík skrif­að und­ir samn­ing, Ár­borg, Ak­ur­eyri, Reykja­nes­bær, Horna­fjörð­ur, Hafn­ar­fjörð­ur og Múla­þing.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00