16. febrúar 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hlégarður, tímabundið áfengisleyfi 17.02202302100
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu varðandi tímabundið áfengisleyfi í Hlégarði vegna Herrakvölds Lionsklúbbsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis til áfengisveitinga vegna Herrakvölds Lionsklúbbsins 17. febrúar 2023 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.
2. Íþróttamiðstöðin Varmá, tímabundið áfengisleyfi202302177
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu varðandi tímabundið áfengisleyfi vegna steikarkvölds Aftureldingar í Íþróttamiðstöðinni Varmá.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis til áfengisveitinga vegna steikarkvölds Aftureldingar í Íþróttamiðstöðinni Varmá 11. mars 2023 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.
3. Stjórnsýsluákæra Dalsgarðs ehf. vegna álagningar gatnagerðargjalda202201625
Úrskurður innviðaráðuneytis lagður fram til kynningar.
Lagt fram.
4. Kæra til ÚUA varðandi ákvörðun um að beita ekki þvingunarúrræðum við Bergrúnargötu 9202210142
Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lagður fram til kynningar.
Lagt fram.
5. Samkomulag um tímabundin afnot lands vegna lagningar gangstéttar202302188
Samkomulag um tímabundin afnot af landi vegna lagningar gangstéttar meðfram Reykjavegi lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og felur bæjarstjóra að undirrita þau.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
6. Reykjavegur - umferðaröryggi, gatnagerð202302074
Óskað er eftir heimild bæjaráðs til að bjóða út umferðaröryggisframkvæmdir á Reykjavegi, frá Bjargsvegi að Reykjum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela umhverfissviði að efna til útboðs á umferðaröryggisframkvæmdum á Reykjavegi, frá Bjargsvegi að Reykjum, í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
7. Endurnýjun skólalóða - Reykjakot, Nýframkvæmd202302175
Óskað er eftir heimild bæjaráðs Mosfellsbæjar til útboðs á endurnýjun leikskólalóðar Reykjakots. Einnig er lagt til að ef tilboð verða hagstæð að allir áfangar verði framkvæmdir samhliða á árinu 2023.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela umhverfissviði að efna til útboðs á endurnýjun leikskólalóðar Reykjakots í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs