Allir bílar voru ræstir út fyrir kl. 04:00 fyrir götur, sem og göngu- og hjólaleiðir. Í morgunsárið var svo bætt við fleiri tækjum sem betur geta athafnað sig í húsagötum. Unnið verður í húsagötum í dag.
GPS sendar í moksturstækin
Nýverið voru settir GPS sendar í moksturstækin þannig er hægt að fylgjast betur með þeim svæðum sem búið er að ryðja. Markmiðið með þessu er að gera vinnuna við snjómokstur og önnur verkefni skilvirkari og þjónustuna betri.
Hálkuvarnir
Hálka er nú mjög víða og eru bæjarbúar hvattir til að fara varlega. Hjá Þjónustustöð bæjarins við Völuteig 15 geta íbúar fengið sand til að bera á plön og stéttir við heimahús. Aðgengi er opið að sandinum og er bæjarbúum velkomið að taka það sem til þarf (muna að taka með sér poka eða ílát).
Tengt efni
Vetrarþjónusta
Aukin og bætt vetrarþjónusta
Þann 8. október undirritaði Regína Ásvaldsdóttir fyrir hönd Mosfellsbæjar samninga um snjómokstur við tvo verktaka.
Snjómokstur í dag mánudaginn 5. febrúar 2024
Í gær voru öll tiltæk tæki við snjómokstur í öllum hverfum bæjarins.