Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. apríl 2021

Íbú­ar Mos­fells­bæj­ar eru hvatt­ir til að senda inn fjöl­breytt­ar hug­mynd­ir að góð­um verk­efn­um í bæn­um.

Okk­ar Mosó er sam­ráðs­verk­efni íbúa og bæj­ar­ins um for­gangs­röðun og út­hlut­un fjár­magns til smærri ný­fram­kvæmda- og við­halds­verk­efna í Mos­fells­bæ.

Íbú­ar Mos­fells­bæj­ar eru hvatt­ir til að senda inn fjöl­breytt­ar hug­mynd­ir að góð­um verk­efn­um í bæn­um. Hug­mynd­irn­ar geta tengst því að­gera Mos­fells­bæ betri, skapa eitt­hvað nýtt, efla hreyf­ingu, hafa já­kvæð áhrif á um­hverfi og íbúa til úti­vist­ar og sam­veru, bættr­ar lýð­heilsu eð­a­að­stöðu til leikja- og skemmt­un­ar. Gert er ráð fyr­ir að verja allt að 35 millj­ón­um króna í þau verk­efni sem fá flest at­kvæði.

Til að kom­ast áfram í kosn­ingu þurfa hug­mynd­irn­ar sem send­ar eru inn að upp­fylla eft­ir­far­andi skil­yrði:

  • Nýt­ast hverfi eða íbú­um bæj­ar­ins í heild
  • Vera til fjár­fest­inga en ekki rekstr­ar
  • Auð­veld­ar í fram­kvæmd
  • Varða um­hverfi á bæj­ar­landi en ekki á landi í einka­eigu
  • Falla að skipu­lagi og stefnu Mos­fells­bæj­ar
  • Vera í verka­hring sveit­ar­fé­lags­ins
  • Kostn­að­ur hug­mynd­ar taki ekki stór­an hluta af fjár­magni verk­efn­is­ins

Hver hug­mynd þarf að vera vel út­skýrð og með ná­kvæma stað­setn­ingu. Það auð­veld­ar fólki að meta hug­mynd­ina og hvort þau vilja gefa henni at­kvæði. At­hug­ið að starfs­menn Mos­fells­bæj­ar geta óskað eft­ir nán­ari skýr­ing­um fyr­ir hverja hug­mynd.

Hug­mynd­ir að fram­kvæmd­um á íþrótta-, sund­laug­ar- og skóla­svæð­um þarf að skoða sér­stak­lega.

Kos­ið verð­ur um bestu hug­mynd­irn­ar dag­ana 31. maí til 6. júní.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00