Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar hef­ur sam­þykkt að leggja áhersla á þátt­töku barna í verk­efn­inu Okk­ar Mosó árið 2025 og fær verk­efn­ið því nafn­ið Krakka Mosó að þessu sinni. Fram­kvæmd­in á verk­efn­inu í ár verð­ur í sam­vinnu við skóla Mos­fells­bæj­ar og ung­mennaráð.

Krakka Mosó 2025 er lýð­ræð­is- og sam­ráðs­verk­efni krakka og Mosó um for­gangs­röðun og út­hlut­un fjár­magns til fram­kvæmda eða verk­efna á þrem opn­um svæð­um í bæn­um. Svæð­in eru Æv­in­týra­garð­ur­inn, Stekkj­ar­flöt og svæði við Ritu­höfða.

Hvatt verð­ur til þess að hug­mynd­ir teng­ist því að gera Mos­fells­bæ betri, skapa eitt­hvað nýtt, efla hreyf­ingu krakka og hafa já­kvæð áhrif á um­hverfi krakka og ann­arra íbúa til úti­vist­ar og sam­veru, bættr­ar lýð­heilsu eða að­stöðu til leikja- og skemmt­un­ar.

Með verk­efn­inu Krakka Mosó er lögð sér­stök áhersla á að virkja nem­end­ur á mið- og ung­linga­stigi grunn­skóla bæj­ar­ins í að­komu að mót­un fram­tíð­ar bæj­ar­ins.

Mark­mið­ið er að efla rödd barna og ung­linga og þátt­töku þeirra þeg­ar kem­ur að lýð­ræði og sam­fé­lags­mál­um. Það er í sam­ræmi við áhersl­ur í verk­efn­inu Barn­vænt sveit­ar­fé­lag, sem Mos­fells­bær vinn­ur að inn­leið­ingu á í sam­starfi við UNICEF á Ís­landi. Verk­efn­inu Barn­vænu sveit­ar­fé­lagi er ein­mitt ætlað að bæta að­stæð­ur barna og tryggja að ávallt sé tek­ið til­lit til rétt­inda þeirra og unn­ið sam­kvæmt Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna í allri ákvarð­ana­töku, stefnu og vinnu inn­an sveit­ar­fé­lags­ins. Verk­efn­ið Krakka Mosó end­ur­spegl­ar þær áhersl­ur sem unn­ið er eft­ir við að gera Mos­fells­bæ að barn­vænu sveit­ar­fé­lagi.

Fram­kvæmd verk­efn­is­ins

Krakka Mosó 2025 fór af stað með kynn­ing­um fyr­ir nem­end­ur í skól­um 22. – 23. apríl 2025, þar sem fræðsla var veitt um lýð­ræði og þátt­töku.

Eft­ir það fer fram hug­mynda­söfn­un í bekkj­um skól­anna dag­ana 28. – 29. apríl, þar sem nem­end­ur fá tæki­færi til að leggja fram þær hug­mynd­ir sem þeir telja mik­il­væg­ar fyr­ir þrjú opin svæði í bæn­um. Hug­mynd­irn­ar geta tengst því að gera svæð­in betri, skapa eitt­hvað nýtt, efla hreyf­ingu, hafa já­kvæð áhrif á um­hverfi og íbúa til úti­vist­ar og sam­veru, bættr­ar lýð­heilsu eða að­stöðu til leikja- og skemmt­un­ar.

Eft­ir úr­vinnslu hug­mynda, sem fer fram 2. – 13. maí, verð­ur far­ið í kynn­ingu með­al nem­enda á þeim til­lög­um sem fara til at­kvæða­greiðslu. Kjör­dag­ur verð­ur 20. maí 2025, þar sem nem­end­ur fá tæki­færi til að greiða at­kvæði um þær hug­mynd­ir sem verða fram­kvæmd­ar. At­kvæða­greiðsl­an fer fram á vand­að­an hátt, þar sem tryggt verð­ur að all­ir geti greitt at­kvæði í leyni­legri kosn­ingu, og full­trú­ar nem­enda taka þátt í taln­ingu at­kvæða.

Fjár­mögn­un og út­færsla

Sam­kvæmt fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2025 verð­ur 20 millj­ón­um króna út­hlutað til að fram­kvæma þau verk­efni sem krakk­ar og ung­menni í Mos­fells­bæ leggja til eft­ir at­kvæða­greiðslu í verk­efn­inu Krakka Mosó.

Sam­vinna við skóla og ung­mennaráð

Verk­efn­ið verð­ur út­fært í nánu sam­starfi við þá fjóra skóla í Mos­fells­bæ sem eru með mið- og ung­lingast­ig – Varmár­skóla, Kvísl­ar­skóla, Lága­fells­skóla og Helga­fells­skóla.

Lýð­ræð­is­leg vinnu­brögð í for­grunni

Markmið Krakka Mosó 2025 er ekki ein­ung­is að efla þátt­töku barna og ung­menna, held­ur einn­ig að gefa börn­um tæki­færi til að taka virk­an þátt í ákvarð­ana­töku­ferl­um sem varða bæj­ar­fé­lag­ið þeirra og að þjálfa þau í lýð­ræð­is­leg­um vinnu­brögð­um. Áhersla verð­ur lögð á að nem­end­ur nýti eig­in að­ferð­ir til að leggja fram til­lög­ur t.d. mynd­ir, teikn­ing­ar og fleira.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00