Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Okk­ar Mosó er sam­ráðs­verk­efni íbúa og bæj­ar­ins um for­gangs­röð­un og út­hlut­un fjár­magns til smærri ný­fram­kvæmda- og við­halds­verk­efna í Mos­fells­bæ.


Okk­ar Mosó 2021

 • Kosn­ing fer fram á kosn­ing2021.mos.is
 • Kosn­ing Okk­ar Mosó er opin frá 31. maí til og með 6. júní 2021. Þátt­taka er opin öll­um sem verða 15 ára eða eldri á ár­inu 2021 og hafa lög­heim­ili í Mos­fells­bæ þeg­ar kosn­ing­in fer fram.
 • Hægt er að kjósa áfram hug­mynd­ir fyr­ir að há­marki 35 millj­ón­ir sem var­ið er til verk­efn­is­ins.
 • Kosn­ing fer fram á vef­svæði þar sem íbúi auð­kenn­ir sig með ör­ugg­um hætti og verð­ur at­kvæði hans dul­kóð­að. Því er ekki hægt að tengja at­kvæði við ein­stak­linga.
 • Íbú­ar geta sett hjarta við eina af þeim hug­mynd­um sem þeir kjósa og þannig gef­ið þeirri hug­mynd tvö­falt vægi, tvö at­kvæði í stað eins.
 • Kjós­andi get­ur kos­ið eins oft og hann vill með­an kosn­ing­in er opin, en hafa ber í huga að það er að­eins nýj­asta at­kvæð­ið (kosn­ing­in) sem gild­ir.
 • Mynd­ir sem fylgja hug­mynd­um á kosn­inga­síðu eru ekki dæmi um end­an­lega út­færslu á fram­kvæmd.
 • Stað­setn­ing hug­mynda get­ur tek­ið breyt­ing­um.
 • Ekki er um að ræða íbúa­kosn­ingu í skiln­ingi 107. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138 frá 2011.
 • Vak­in er at­hygli á því að til að geta kos­ið þarf að vera með ra­f­ræn skil­ríki í síma eða ís­lyk­il.
 • All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar um auð­kenni má nálg­ast á audkenni.is og um ís­lyk­il á is­land.is/islyk­ill

Verk­efni verða hönn­uð, boð­in út og fram­kvæmd frá júní 2021 og til sept­em­ber 2022 eft­ir um­fangi verk­efna.

Upp­lýs­ing­um um fram­gang þeirra verð­ur miðl­að á vef Mos­fells­bæj­ar.

Hægt er að senda inn fyr­ir­spurn­ir og ábend­ing­ar á með­an kosn­ingu stend­ur á mos@mos.is


1. Al­menn­ar upp­lýs­ing­ar

Verk­efn­ið bygg­ir á hug­mynd­um um um­ræðu­lýð­ræði, þátt­tök­u­lýð­ræði, þátt­töku­fjár­hags­áætl­un­ar­gerð – að virkja al­menn­ing til þátt­töku í lýð­ræð­is­legri um­ræðu og ákvarð­ana­töku, um­fram það sem ger­ist í hefð­bundnu full­trúa­lýð­ræði. Okk­ar Mosó 2021 bygg­ir á fyrri reynslu sam­bæri­legra verk­efna árin 2017 og 2019.

Gert er ráð fyr­ir 35 millj­ón­um króna til verk­efn­is­ins. Mos­fells­bær verð­ur all­ur eitt svæði í hug­mynda­söfn­un og kosn­ingu. Við úr­vinnslu hug­mynda var leit­ast við að tryggja að verk­efni sem kos­ið verð­ur um séu land­fræði­lega dreifð inn­an sveit­ar­fé­lags­ins.


2. Ver­káætl­un og tíma­setn­ing­ar

Verk­efn­ið í heild er í fjór­um fös­um:

 1. Hug­mynda­söfn­un
 2. Um­ræða um hug­mynd­ir og úr­vinnsla þeirra
 3. Kosn­ing­ar
 4. Fram­kvæmd

Helstu tíma­setn­ing­ar og verk­þætt­ir:

 • Hug­mynda­söfn­un í rúm­ar þrjár vik­ur: 11. mars – 6. apríl 2021.
 • Ra­f­rænn íbúa­fund­ur (til að að­stoða und­ir­bún­ing hug­mynda): 18. mars 2021.
 • Hug­mynd­ir metn­ar af sér­fræð­ing­um á um­hverf­is­sviði Mos­fells­bæj­ar.
 • Mat lagt á kostn­að við hönn­un og fram­kvæmd.
 • Allt að 30 verk­efn­um stillt upp til kosn­inga.
 • Ra­f­ræn kosn­ing um verk­efni til fram­kvæmda: 31. maí – 6. júní 2021.
 • Kynn­ing á nið­ur­stöð­um 10. júní 2021.
 • Und­ir­bún­ing­ur út­boðs. Verk­hönn­un verk­efna og gerð út­boðs­gagna.
 • Fram­kvæmd­ir frá júní 2021 til októ­ber 2022.

3. Hug­mynda­söfn­un - Skil­yrði verk­efna

Íbú­ar Mos­fells­bæj­ar eru hvatt­ir til að senda inn fjöl­breytt­ar hug­mynd­ir að góð­um verk­efn­um í bæn­um. Hug­mynd­irn­ar geta tengst því að gera Mos­fells­bæ betri, skapa eitt­hvað nýtt, efla hreyf­ingu, hafa já­kvæð áhrif á um­hverfi og íbúa til úti­vist­ar og sam­veru, bættr­ar lýð­heilsu eða að­stöðu til leikja- og skemmt­un­ar.

Hug­mynd­ir geta t.d. varð­að: Um­hverf­ið al­mennt og mögu­leika til úti­vist­ar og sam­veru, s.s. bekk­ir, gróð­ur, útil­ista­verk, fegr­un. Bætta lýð­heilsu þ.e. að­stöðu til leikja eða af­þrey­ing­ar, s.s. að bæta leik­svæði og end­ur­nýja leik­tæki. Vist­væn­ar sam­göng­ur þ.e. betri að­stöðu til göngu, hjól­reiða og notk­un al­menn­ings­sam­gangna, s.s. stíga­teng­ing­ar, lýs­ingu, lag­fær­ingu göngu­leiða.

Til að kom­ast áfram í kosn­ingu þurfa hug­mynd­irn­ar sem send­ar eru inn að upp­fylla eft­ir­far­andi skil­yrði:

 • Nýt­ast hverfi eða íbú­um bæj­ar­ins í heild
 • Vera til fjár­fest­inga en ekki rekstr­ar.
 • Auð­veld­ar í fram­kvæmd
 • Varða um­hverfi á bæj­ar­landi en ekki á landi í einka­eigu.
 • Falla að skipu­lagi og stefnu Mos­fells­bæj­ar.
 • Vera í verka­hring sveit­ar­fé­lags­ins.
 • Kostn­að­ur hug­mynd­ar taki ekki stór­an hluta af fjár­magni verk­efn­is­ins.

Hver hug­mynd þarf að vera vel út­skýrð og með ná­kvæma stað­setn­ingu. Það auð­veld­ar fólki að meta hug­mynd­ina og hvort þau vilja gefa henni at­kvæði. At­hug­ið að starfs­menn Mos­fells­bæj­ar geta ósk­að eft­ir nán­ari skýr­ing­um fyr­ir hverja hug­mynd.

Hug­mynd­ir að fram­kvæmd­um á íþrótta-, sund­laug­ar- og skóla­svæð­um þarf að skoða sér­stak­lega.


4. For­gangs­röð­un hug­mynda á vef

Íbú­ar kynna sér á vefn­um hug­mynd­ir annarra, rök­ræða þær og gefa þeim vægi sitt. All­ar hug­mynd­ir og rök­stuðn­ing­ur úr ferl­inu eru sett á sam­ráðsvef­inn til um­ræðu. Stuðn­ing­ur við hug­mynd á þessu stigi hef­ur áhrif á það hvort hún eigi mögu­leika á að kom­ast áfram í kosn­ingu þar sem fjár­magni er út­hlut­að. Þó skal hafa í huga að jafn­vel vin­sæl­ar hug­mynd­ir geta ver­ið slegn­ar út ef í ljós kem­ur að þær upp­fylla ekki skil­yrði um kostn­að og fram­kvæm­an­leika. Mik­il­vægt er að hafa í huga að á þessu stigi er um undan­keppni að ræða – stuðn­ing­ur á sam­ráðsvefn­um er ekki end­an­legt val. Það fer fram í ra­f­rænni kosn­ingu á sér­stöku vef­svæði.


5. Mat fag­teym­is

Fag­teymi starfs­fólks á um­hverf­is­sviði Mos­fells­bæj­ar byrj­ar að meta hug­mynd­ir um leið og þær fara að ber­ast á vef­inn. Hug­mynd­irn­ar eru metn­ar út frá þeim leið­bein­ing­um sem gefn­ar eru í söfn­un hug­mynda. Starfs­menn Mos­fells­bæj­ar geta ósk­að eft­ir nán­ari skýr­ing­um fyr­ir hverja hug­mynd. Reynt verð­ur að kalla eft­ir frek­ari lýs­ingu og að­laga hug­mynd í sam­vinnu við hug­mynda­höf­und og not­end­ur vefs­ins. Horft verð­ur til þess að þær hug­mynd­ir sem fara á kjör­seð­il­inn verði dreift land­fræði­lega jafnt um sveit­ar­fé­lag­ið.

Þær hug­mynd­ir sem eru ófram­kvæm­an­leg­ar eða sprengja fjár­hagsramma verk­efn­is­ins og sem ekki næst með góðu móti að að­laga kröf­un­um í sam­tali fag­teym­is við hug­mynda­höf­unda, detta sjálf­krafa út og verða ekki í boði við kosn­ingu.


6. Íbúa­kosn­ing 31. maí til 6. júní

Þeg­ar verk­efn­um hef­ur ver­ið stillt upp á kjör­seð­il á kosn­inga­vef hafa íbú­ar, sem verða 15 ára á kosn­inga­ár­inu og eldri, með skráð lög­heim­ili í Mos­fells­bæ tæki­færi til að út­hluta allt að 35 millj­ón­um í verk­efni sem þeir vilja sjá fram­kvæmd í sveit­ar­fé­lag­inu næstu tvö árin.

Hug­mynd­irn­ar sem kos­ið verð­ur um geta orð­ið færri eða fleiri en 30 ef ekki ber­ast nógu marg­ar hug­mynd­ir í öllu ferl­inu, ef ekki tekst að fella þær að þeim skil­grein­ing­um um hug­mynd­ir sem hér er kall­að eft­ir eða að fleiri hug­mynd­ir rúm­ist inn­an fjár­hagsramma verk­efn­is­ins.

Val­ið fer fram á sér­stöku vef­svæði þar sem not­andi auð­kenn­ir sig með ör­ugg­um hætti (með Ís­lykli eða ra­f­ræn­um skil­ríkj­um) og þar sem at­kvæði er dul­kóð­að. Þannig er aldrei hægt að tengja at­kvæði við ein­stak­linga.

Vak­in er at­hygli á því að ekki er um að ræða íbúa­kosn­ingu í skiln­ingi 107. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011 er tóku gildi 1. janú­ar 2012.

Okk­ar Mosó 2021 – Ra­f­ræn­ar kosn­ing­ar:

 • Gera má ráð fyr­ir um 30 hug­mynd­um á kosn­inga­seðli.
 • Íbú­ar sem verða 15 ára á kosn­inga­ár­inu og eldri, með skráð lög­heim­ili í Mos­fells­bæ fá þar tæki­færi til að ráð­stafa allt að 35 millj­ón­um í verk­efni sem þeir vilja sjá fram­kvæmd í sveit­ar­fé­lag­inu næstu tvö árin.
 • Kjós­end­um er boð­ið upp á að hjarta­merkja eitt verk­efni sem gef­ur því auka­at­kvæði.
 • Þá er mögu­legt að greiða at­kvæði oft­ar en einu sinni, en það er nýj­asta at­kvæð­ið sem gild­ir.
 • Val­ið fer fram á sér­stöku vef­svæði sem verð­ur að­gengi­legt af vef Mos­fells­bæj­ar. Þar auð­kenn­ir not­andi sig með ör­ugg­um hætti (með Ís­lykli eða ra­f­ræn­um skil­ríkj­um) en at­kvæði er dul­kóð­að. Þannig er aldrei hægt að tengja at­kvæði við ein­stak­linga.
 • Nið­ur­staða kosn­inga verð­ur kynnt 10. júní 2021.

7. Fram­kvæmd verk­efna

Verk­efni verða hönn­uð, boð­in út og fram­kvæmd frá sumri 2021 og fram á árið 2022 eft­ir um­fangi verk­efna. Upp­lýs­ing­ar um stöðu fram­kvæmda verða að­gengi­leg­ar á vef Mos­fells­bæj­ar og verða upp­færð­ar reglu­lega.

Leit­ast verð­ur við að hafa sam­ráð við hug­mynda­smiði og íbúa um út­færslu verk­efna – ekki síst í þeim til­fell­um þeg­ar að­laga þarf hug­mynd­ir að fram­kvæmd­um.

Þeim hug­mynd­um sem ekki ná kosn­ingu verð­ur kom­ið í ákveð­inn far­veg hjá Mos­fells­bæ, t.d. sem ábend­ing­um til fag­nefnda eða sem inn­leggi í skipu­lagsum­ræðu.


8. Að­stoð og upp­lýs­ing­ar

Þeir sem ekki geta sett fram hug­mynd­ir á sam­ráðsvef, s.s. vegna fötl­un­ar, býðst á með­an á hug­mynda­söfn­un stend­ur að senda hug­mynd­ir sín­ar með tölvu­pósti á mos@mos.is. Einnig er hægt að hafa sam­band við Þjón­ustu­ver Mos­fells­bæj­ar og óska eft­ir að­stoð.

Öll­um stend­ur til boða að nota al­menn­ingstölv­ur á Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar.