Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Okk­ar Mosó er sam­ráðs­verk­efni íbúa og bæj­ar­ins um for­gangs­röðun og út­hlut­un fjár­magns til smærri ný­fram­kvæmda- og við­halds­verk­efna í Mos­fells­bæ.


Okk­ar Mosó 2021

  • Kosn­ing fer fram á kosn­ing2021.mos.is
  • Kosn­ing Okk­ar Mosó er opin frá 31. maí til og með 6. júní 2021. Þátttaka er opin öll­um sem verða 15 ára eða eldri á ár­inu 2021 og hafa lög­heim­ili í Mos­fells­bæ þeg­ar kosn­ing­in fer fram.
  • Hægt er að kjósa áfram hug­mynd­ir fyr­ir að há­marki 35 millj­ón­ir sem var­ið er til verk­efn­is­ins.
  • Kosn­ing fer fram á vef­svæði þar sem íbúi auð­kenn­ir sig með ör­ugg­um hætti og verð­ur at­kvæði hans dul­kóð­að. Því er ekki hægt að tengja at­kvæði við ein­stak­linga.
  • Íbú­ar geta sett hjarta við eina af þeim hug­mynd­um sem þeir kjósa og þann­ig gef­ið þeirri hug­mynd tvö­falt vægi, tvö at­kvæði í stað eins.
  • Kjós­andi get­ur kos­ið eins oft og hann vill með­an kosn­ing­in er opin, en hafa ber í huga að það er að­eins nýj­asta at­kvæð­ið (kosn­ing­in) sem gild­ir.
  • Mynd­ir sem fylgja hug­mynd­um á kosn­inga­síðu eru ekki dæmi um end­an­lega út­færslu á fram­kvæmd.
  • Stað­setn­ing hug­mynda get­ur tek­ið breyt­ing­um.
  • Ekki er um að ræða íbúa­kosn­ingu í skiln­ingi 107. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138 frá 2011.
  • Vakin er at­hygli á því að til að geta kos­ið þarf að vera með ra­fræn skil­ríki í síma eða ís­lyk­il.
  • All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar um auð­kenni má nálg­ast á audkenni.is og um ís­lyk­il á is­land.is/islyk­ill

Verk­efni verða hönn­uð, boð­in út og fram­kvæmd frá júní 2021 og til sept­em­ber 2022 eft­ir um­fangi verk­efna.

Upp­lýs­ing­um um fram­gang þeirra verð­ur miðlað á vef Mos­fells­bæj­ar.

Hægt er að senda inn fyr­ir­spurn­ir og ábend­ing­ar á með­an kosn­ingu stend­ur á mos@mos.is

1. Al­menn­ar upp­lýs­ing­ar

Verk­efn­ið bygg­ir á hug­mynd­um um um­ræðu­lýð­ræði, þátt­tök­u­lýð­ræði, þátt­töku­fjár­hags­áætl­un­ar­gerð – að virkja al­menn­ing til þátt­töku í lýð­ræð­is­legri um­ræðu og ákvarð­ana­töku, um­fram það sem ger­ist í hefð­bundnu full­trúa­lýð­ræði. Okk­ar Mosó 2021 bygg­ir á fyrri reynslu sam­bæri­legra verk­efna árin 2017 og 2019.

Gert er ráð fyr­ir 35 millj­ón­um króna til verk­efn­is­ins. Mos­fells­bær verð­ur all­ur eitt svæði í hug­mynda­söfn­un og kosn­ingu. Við úr­vinnslu hug­mynda var leit­ast við að tryggja að verk­efni sem kos­ið verð­ur um séu land­fræði­lega dreifð inn­an sveit­ar­fé­lags­ins.

2. Ver­káætlun og tíma­setn­ing­ar

Verk­efn­ið í heild er í fjór­um fös­um:

  1. Hug­mynda­söfn­un
  2. Um­ræða um hug­mynd­ir og úr­vinnsla þeirra
  3. Kosn­ing­ar
  4. Fram­kvæmd

Helstu tíma­setn­ing­ar og verk­þætt­ir:

  • Hug­mynda­söfn­un í rúm­ar þrjár vik­ur: 11. mars – 6. apríl 2021.
  • Ra­f­rænn íbúa­fund­ur (til að að­stoða und­ir­bún­ing hug­mynda): 18. mars 2021.
  • Hug­mynd­ir metn­ar af sér­fræð­ing­um á um­hverf­is­sviði Mos­fells­bæj­ar.
  • Mat lagt á kostn­að við hönn­un og fram­kvæmd.
  • Allt að 30 verk­efn­um stillt upp til kosn­inga.
  • Ra­fræn kosn­ing um verk­efni til fram­kvæmda: 31. maí – 6. júní 2021.
  • Kynn­ing á nið­ur­stöð­um 10. júní 2021.
  • Und­ir­bún­ing­ur út­boðs. Verk­hönn­un verk­efna og gerð út­boðs­gagna.
  • Fram­kvæmd­ir frá júní 2021 til októ­ber 2022.

3. Hug­mynda­söfn­un – Skil­yrði verk­efna

Íbú­ar Mos­fells­bæj­ar eru hvatt­ir til að senda inn fjöl­breytt­ar hug­mynd­ir að góð­um verk­efn­um í bæn­um. Hug­mynd­irn­ar geta tengst því að gera Mos­fells­bæ betri, skapa eitt­hvað nýtt, efla hreyf­ingu, hafa já­kvæð áhrif á um­hverfi og íbúa til úti­vist­ar og sam­veru, bættr­ar lýð­heilsu eða að­stöðu til leikja- og skemmt­un­ar.

Hug­mynd­ir geta t.d. varð­að: Um­hverf­ið al­mennt og mögu­leika til úti­vist­ar og sam­veru, s.s. bekk­ir, gróð­ur, útil­ista­verk, fegr­un. Bætta lýð­heilsu þ.e. að­stöðu til leikja eða af­þrey­ing­ar, s.s. að bæta leik­svæði og end­ur­nýja leik­tæki. Vist­væn­ar sam­göng­ur þ.e. betri að­stöðu til göngu, hjól­reiða og notk­un al­menn­ings­sam­gangna, s.s. stíga­teng­ing­ar, lýs­ingu, lag­fær­ingu göngu­leiða.

Til að kom­ast áfram í kosn­ingu þurfa hug­mynd­irn­ar sem send­ar eru inn að upp­fylla eft­ir­far­andi skil­yrði:

  • Nýt­ast hverfi eða íbú­um bæj­ar­ins í heild
  • Vera til fjár­fest­inga en ekki rekstr­ar.
  • Auð­veld­ar í fram­kvæmd
  • Varða um­hverfi á bæj­ar­landi en ekki á landi í einka­eigu.
  • Falla að skipu­lagi og stefnu Mos­fells­bæj­ar.
  • Vera í verka­hring sveit­ar­fé­lags­ins.
  • Kostn­að­ur hug­mynd­ar taki ekki stór­an hluta af fjár­magni verk­efn­is­ins.

Hver hug­mynd þarf að vera vel út­skýrð og með ná­kvæma stað­setn­ingu. Það auð­veld­ar fólki að meta hug­mynd­ina og hvort þau vilja gefa henni at­kvæði. At­hug­ið að starfs­menn Mos­fells­bæj­ar geta óskað eft­ir nán­ari skýr­ing­um fyr­ir hverja hug­mynd.

Hug­mynd­ir að fram­kvæmd­um á íþrótta-, sund­laug­ar- og skóla­svæð­um þarf að skoða sér­stak­lega.

4. For­gangs­röðun hug­mynda á vef

Íbú­ar kynna sér á vefn­um hug­mynd­ir ann­arra, rök­ræða þær og gefa þeim vægi sitt. All­ar hug­mynd­ir og rök­stuðn­ing­ur úr ferl­inu eru sett á sam­ráðsvef­inn til um­ræðu. Stuðn­ing­ur við hug­mynd á þessu stigi hef­ur áhrif á það hvort hún eigi mögu­leika á að kom­ast áfram í kosn­ingu þar sem fjár­magni er út­hlutað. Þó skal hafa í huga að jafn­vel vin­sæl­ar hug­mynd­ir geta ver­ið slegn­ar út ef í ljós kem­ur að þær upp­fylla ekki skil­yrði um kostn­að og fram­kvæm­an­leika. Mik­il­vægt er að hafa í huga að á þessu stigi er um undan­keppni að ræða – stuðn­ing­ur á sam­ráðsvefn­um er ekki end­an­legt val. Það fer fram í ra­f­rænni kosn­ingu á sér­stöku vef­svæði.

5. Mat fag­teym­is

Fag­teymi starfs­fólks á um­hverf­is­sviði Mos­fells­bæj­ar byrj­ar að meta hug­mynd­ir um leið og þær fara að berast á vef­inn. Hug­mynd­irn­ar eru metn­ar út frá þeim leið­bein­ing­um sem gefn­ar eru í söfn­un hug­mynda. Starfs­menn Mos­fells­bæj­ar geta óskað eft­ir nán­ari skýr­ing­um fyr­ir hverja hug­mynd. Reynt verð­ur að kalla eft­ir frek­ari lýs­ingu og að­laga hug­mynd í sam­vinnu við hug­mynda­höf­und og not­end­ur vefs­ins. Horft verð­ur til þess að þær hug­mynd­ir sem fara á kjör­seð­il­inn verði dreift land­fræði­lega jafnt um sveit­ar­fé­lag­ið.

Þær hug­mynd­ir sem eru ófram­kvæm­an­leg­ar eða sprengja fjár­hagsramma verk­efn­is­ins og sem ekki næst með góðu móti að að­laga kröf­un­um í sam­tali fag­teym­is við hug­mynda­höf­unda, detta sjálf­krafa út og verða ekki í boði við kosn­ingu.

6. Íbúa­kosn­ing 31. maí til 6. júní 2021

Þeg­ar verk­efn­um hef­ur ver­ið stillt upp á kjör­seð­il á kosn­inga­vef hafa íbú­ar, sem verða 15 ára á kosn­inga­ár­inu og eldri, með skráð lög­heim­ili í Mos­fells­bæ tæki­færi til að út­hluta allt að 35 millj­ón­um í verk­efni sem þeir vilja sjá fram­kvæmd í sveit­ar­fé­lag­inu næstu tvö árin.

Hug­mynd­irn­ar sem kos­ið verð­ur um geta orð­ið færri eða fleiri en 30 ef ekki berast nógu marg­ar hug­mynd­ir í öllu ferl­inu, ef ekki tekst að fella þær að þeim skil­grein­ing­um um hug­mynd­ir sem hér er kallað eft­ir eða að fleiri hug­mynd­ir rúm­ist inn­an fjár­hagsramma verk­efn­is­ins.

Val­ið fer fram á sér­stöku vef­svæði þar sem not­andi auð­kenn­ir sig með ör­ugg­um hætti (með Ís­lykli eða ra­f­ræn­um skil­ríkj­um) og þar sem at­kvæði er dul­kóð­að. Þann­ig er aldrei hægt að tengja at­kvæði við ein­stak­linga.

Vakin er at­hygli á því að ekki er um að ræða íbúa­kosn­ingu í skiln­ingi 107. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011 er tóku gildi 1. janú­ar 2012.

Okk­ar Mosó 2021 – Ra­f­ræn­ar kosn­ing­ar:

  • Gera má ráð fyr­ir um 30 hug­mynd­um á kosn­inga­seðli.
  • Íbú­ar sem verða 15 ára á kosn­inga­ár­inu og eldri, með skráð lög­heim­ili í Mos­fells­bæ fá þar tæki­færi til að ráð­stafa allt að 35 millj­ón­um í verk­efni sem þeir vilja sjá fram­kvæmd í sveit­ar­fé­lag­inu næstu tvö árin.
  • Kjós­end­um er boð­ið upp á að hjarta­merkja eitt verk­efni sem gef­ur því auka­at­kvæði.
  • Þá er mögu­legt að greiða at­kvæði oft­ar en einu sinni, en það er nýj­asta at­kvæð­ið sem gild­ir.
  • Val­ið fer fram á sér­stöku vef­svæði sem verð­ur að­gengi­legt af vef Mos­fells­bæj­ar. Þar auð­kenn­ir not­andi sig með ör­ugg­um hætti (með Ís­lykli eða ra­f­ræn­um skil­ríkj­um) en at­kvæði er dul­kóð­að. Þann­ig er aldrei hægt að tengja at­kvæði við ein­stak­linga.
  • Nið­ur­staða kosn­inga verð­ur kynnt 10. júní 2021.

7. Fram­kvæmd verk­efna

Verk­efni verða hönn­uð, boð­in út og fram­kvæmd frá sumri 2021 og fram á árið 2022 eft­ir um­fangi verk­efna. Upp­lýs­ing­ar um stöðu fram­kvæmda verða að­gengi­leg­ar á vef Mos­fells­bæj­ar og verða upp­færð­ar reglu­lega.

Leit­ast verð­ur við að hafa sam­ráð við hug­mynda­smiði og íbúa um út­færslu verk­efna – ekki síst í þeim til­fell­um þeg­ar að­laga þarf hug­mynd­ir að fram­kvæmd­um.

Þeim hug­mynd­um sem ekki ná kosn­ingu verð­ur kom­ið í ákveð­inn far­veg hjá Mos­fells­bæ, t.d. sem ábend­ing­um til fag­nefnda eða sem inn­leggi í skipu­lagsum­ræðu.

8. Að­stoð og upp­lýs­ing­ar

Þeir sem ekki geta sett fram hug­mynd­ir á sam­ráðsvef, s.s. vegna fötl­un­ar, býðst á með­an á hug­mynda­söfn­un stend­ur að senda hug­mynd­ir sín­ar með tölvu­pósti á mos@mos.is. Einn­ig er hægt að hafa sam­band við þjón­ustu­ver Mos­fells­bæj­ar og óska eft­ir að­stoð.

Öll­um stend­ur til boða að nota al­menn­ingstölv­ur á bóka­safni Mos­fells­bæj­ar.


Nið­ur­stöð­ur íbúa­kosn­ing­ar 2021

Listi yfir þau verk­efni sem koma til fram­kvæmda á ár­un­um 2021 – 2022.

Okkar Mosó 2021
NafnAtkvæðiKostnaðurLýsing

Merktar hlaupa- og gönguleiðir

1.045

1.0

Merktar hlaupa- og gönguleiðir frá Lágafellslaug. Merkingar á leiðum og kort útbúið.

Grillskáli við Stekkjaflöt

876

2.0

Grillskáli úr timbri við Stekkjarflöt.

Minigolfvöllur

835

10.0

9 holu minigolfvöllur í Ævintýragarðinum í Ullarnesbrekkum, opinn almenningi.

Jólagarður í Mosfellsbæ

799

4.0

Jólaskreyttur garður á Hlégarðstúni þar sem fólk gerir sér ferð til að heimsækja staðinn og eiga góðar stundir.

Baðaðstaða við Hafravatn

767

6.0

Baðaðstaða við norðurenda Hafravatns. Bílastæði, einföld búningsaðstaða, sturtuaðstaða og pallur í flæðarmálinu.

Körfuboltavöllur við Varmárskóla

755

4.5

Fullbúinn körfuboltavöllur með mottuundirlagi og körfum við Varmárskóla í stað núverandi vallar.

Fjallahjólastígar

741

1.0

Stikaðar fjallahjólaleiðir í Mosfelli og Úlfarsfelli. Leiðirnar verða merktar og útbúið kort af leiðum.

Körfuboltavöllur við Lágafellsskóla

686

4.5

Fullbúinn körfuboltavöllur með mottuundirlagi og körfum við Lágafellsskóla.

Klára að merkja bæjarfellin

559

2.0

Fjögur fell: Bæjarfell, Lali, Lyklafell og Þverfell, merkt til viðbótar með heiti, hæð y.s.m. og gps punktum.

Samtals

7.063

35.0


Fyrri íbúa­kosn­ing­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00