Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Alls bár­ust rúm­lega 400 til­lög­ur frá frá krökk­um á mið- og ung­linga­stigi í skól­um Mos­fells­bæj­ar vegna hug­mynda­söfn­un­ar í tengsl­um við lýð­ræð­is­verk­efn­ið Krakka Mosó 2025. Hug­mynda­söfn­un­in stóð yfir dag­ana 28. og 29. apríl.

Krakka Mosó 2025 er lýð­ræð­is- og sam­ráðs­verk­efni krakka og Mosó um for­gangs­röðun og út­hlut­un fjár­magns til fram­kvæmda eða verk­efna á þrem opn­um svæð­um í bæn­um. Svæð­in eru Æv­in­týra­garð­ur­inn, Stekkj­ar­flöt og svæði við Ritu­höfða.

Nú tek­ur við vinna starfs­fólks Mos­fells­bæj­ar við að flokka og meta hug­mynd­irn­ar og sam­eina þær sem eru sam­bæri­leg­ar eða eins. Að þeirri vinnu lok­inni verð­ur að ný kallað eft­ir að­komu krakk­anna við að út­færa þær hug­mynd­ir sem þau kjósa á milli að lok­um.

Ekki verð­ur ann­að séð en að krakk­ar í Mosó séu stút­full af skemmti­leg­um hug­mynd­um sem bein­ast því að gera Mosó betri, skapa eitt­hvað nýtt, efla hreyf­ingu, hafa já­kvæð áhrif á um­hverfi og íbúa til úti­vist­ar og sam­veru, bættr­ar lýð­heilsu eða að­stöðu til leikja- og skemmt­un­ar.

Að lok­innu úr­vinnslu hug­mynda verð­ur far­ið í kynn­ingu með­al nem­enda á þeim til­lög­um sem lagt verð­ur til að fari til at­kvæða­greiðslu.

Kjör­dag­ur verð­ur 20. maí 2025 og fer kosn­ing­in fram í grunn­skól­um bæj­ar­ins, þar sem nem­end­ur fá tæki­færi til að greiða at­kvæði um þær hug­mynd­ir sem til greina kem­ur að fram­kvæmda.

Á kjör­dag verð­ur ís­lenski fán­inn dreg­inn að húni við skól­ana og krakk­arn­ir greiða at­kvæði í leyni­legri kosn­ingu, full­trú­ar þeirra taka þátt í taln­ingu at­kvæða og kynn­ingu nið­ur­staðna í lok kjör­dags. Þá verða nið­ur­stöð­ur einn­ig birt­ar á vef og sam­fé­lags­miðl­um Mos­fells­bæj­ar að kosn­ingu lok­inni.

„Mér fannst gam­an að vera með í þessu, að setja eitt­hvað nýtt og laga fyr­ir krakk­ana í Mosó. Það hefðu samt þurft að vera fleiri stað­ir og það mátti líka hafa meiri pen­ing,“ seg­ir Lára, í 5. bekk í Varmár­skóla. Hún bæt­ir því við að bær­inn mætti gera meira af því að spyrja krakka álits á hlut­um sem skipta máli, til dæm­is um síma­bann í skól­um.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00