Framkvæmdir hófust í morgun við nýja fjallahjólabraut í Ævintýragarðinum.
Magne Kvam hjá Icebike, sem sá um að leggja gönguskíðabrautirnar í Blikastaðalandinu í vetur, sér um framkvæmdina. Stefnt er að því að brautin verði tilbúin um miðjan júní. Fljótlega verður einnig farið í að uppfæra frisbígolfvöllinn í Ævintýragarðinum þar sem nokkrum brautum verður hliðrað til og heilsárspallar lagðir.
Vaxandi áhugi er fyrir bæði frisbígolfi og fjallahjólreiðum og aðstæður í Mosfellsbæ þykja henta sérstaklega vel fyrir báðar greinar.
Framkvæmdirnar í Ævintýragarðinum eru hluti af því að styrkja og efla Mosfellsbæ sem heilsueflandi samfélag.
Tengt efni
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög endurnýjaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2025 til loka ársins 2027.
Sjálfboðaliði ársins 2024
Íslandsmót í Cyclocross í Mosfellsbæ