Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum:
Miðdalur L226500, frístundalóðir (F-543 og F-530)
Tillagan felur í sér nýtt deiliskipulag milli Nesjavallavegar og Selvatns, á 5,5 ha landi. Samkvæmt tillögunni er landinu skipt upp í tíu frístundahúsalóðir þar sem heimilt verður að reisa frístunda-hús allt að 130 m² að stærð í samræmi við aðalskipulag. Aðkoma að lóðunum er í gegnum einkaland L123625 frá Nesjavallavegi.
Jafnframt er hægt að kynna sér tillöguna og koma með umsögn á vef Skipulagsstofnunar.
Litlaselshæð L226501, frístundabyggð við Selvatn (F-543)
Um er að ræða nýtt deiliskipulag milli Nesjavallavegar og Selvatns, á 5,5 ha landi. Samkvæmt til-lögunni er landinu skipt upp í fimm frístundahúsalóðir þar sem heimilt verður að reisa fjögur frí-stundahús allt að 130 m² að stærð og eitt allt að 200 m² í samræmi við aðalskipulag. Aðkoma að lóðunum er í gegnum einkalönd L123625 og L226500 frá Nesjavallavegi.
Jafnframt er hægt að kynna sér tillöguna og koma með umsögn á vef Skipulagsstofnunar.
Úr landi Miðdals L125371, frístundalóð (F-529)
Tillagan felur í sér nýtt deiliskipulag við Hríshöfða, á 1,1 ha landi. Samkvæmt tillögunni er heimilt að byggja þar eitt frístundahús allt að 200 m² í samræmi við aðalskipulag. Aðkoma er um sameiginlega einkavegi er tengjast Nesjavallavegi um Lynghólsveg, vestan Dallands.
Jafnframt er hægt að kynna sér tillöguna og koma með umsögn á vef Skipulagsstofnunar.
Gögn eru aðgengileg í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, svo þau sem þess óska geti kynnt sér tillögurog gert við þær athugasemdir. Tillögur eru einnig kynntar á vef Mosfellsbæjar á slóðinni mos.is/skipulagsauglysingar. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ eða í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Athugasemdafrestur er frá 11. maí til og með 25. júní 2023.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar