Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
3. febrúar 2022

Eins og flest­ir íbú­ar vita þá er Mos­fells­bær heilsu­efl­andi sam­fé­lag sem þýð­ir að sveit­ar­fé­lag­ið set­ur heilsu og heilsu­efl­ingu í forgrunn við alla stefnu­mót­un og út­færslu á þjón­ustu í sam­vinnu við íbúa og starfs­menn.

Hug­mynd­in á bak við þá nálg­un er að þann­ig sé unnt að stuðla að að­gengi, þekk­ingu og sterkri um­gjörð sem ger­ir öll­um íbú­um kleift að taka ákvarð­an­ir sem eru heilsu­sam­leg­ar. Mos­fells­bær var fyrsta sveit­ar­fé­lag lands­ins til að gera samn­ing við embætti Land­lækn­is um að verða heilsu­efl­andi sam­fé­lag.

Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar ákvað í júní 2019 að setja af stað heild­stæða stefnu­mörk­un í lýð­heilsu og for­vörn­um fyr­ir Mos­fells­bæ.

Mark­mið­ið með mót­un stefn­unn­ar er því að tryggja að í Mos­fells­bæ þró­ist enn öfl­ugra og heil­brigð­ara sam­fé­lag öll­um til heilla og að Heims­markmið og Barna­sátt­máli Sam­ein­uðu þjóð­anna end­ur­spegl­ist í lýð­heilsu- og for­varn­ar­stefnu bæj­ar­ins.

Lýð­heilsu- og for­varn­ar­stefn­unni er þann­ig ætlað að:

  • auka þekk­ingu á mik­il­vægi heilsu­efl­ing­ar
  • auka þekk­ingu á þeim fjöl­breyttu mögu­leik­um sem eru til heilsu­efl­ing­ar inn­an sveit­ar­fé­lags­ins
  • auka þátt­töku í heilsu­efl­andi at­höfn­um
  • minnka lík­ur á at­höfn­um sem hafa nei­kvæð áhrif á heilsu og líð­an og
  • auka lífs­gæði, ör­yggi og ánægju íbúa

Loks er lýð­heilsu- og for­varn­ar­stefn­unni ætlað að tryggja að áhersl­ur á sviði lýð­heilsu og for­varna séu sam­þætt­ar við að­r­ar stefn­ur sveit­ar­fé­lags­ins og stuðla að sam­vinnu við íbúa og starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar.

Öll­um verk­efn­um Mos­fells­bæj­ar á sviði lýð­heilsu og for­varna er ætlað að tryggja jöfn­uð til heilsu­efl­andi at­hafna með­al allra íbúa, þ.e. barna, ung­linga, ungs fólks, fjöl­skyldna og eldri borg­ara með það að mark­miði að mæta ólík­um þörf­um hópa. Stýri­hóp­ur verk­efn­is­ins hef­ur með hönd­um nán­ari skil­grein­ingu verk­efna, að­gerða, mæli­kvarða og mat á ár­angri.

Um sam­ráð við við gerð lýð­heilsu- og for­varn­ar­stefn­unn­ar

Við mót­un stefn­unn­ar reynd­ist ekki unnt að halda op­inn fund íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar þar sem kallað yrði eft­ir hug­mynd­um íbúa vegna sam­komutak­mark­ana. Dag­ana 19. nóv­em­ber til 22. des­em­ber 2020 var hins veg­ar leitað eft­ir hug­mynd­um að mark­mið­um og leið­um við út­færslu áherslu­þátta stefn­unn­ar sem þá lágu fyr­ir í drög­um byggt á við­töl­um fjöld að­ila. Sam­ráð­ið átti sér stað und­ir merk­inu „Okk­ar heilsu Mosó“ á sam­ráðs­gátt­inni Betra Ís­land. Við sam­ráð­ið settu íbú­ar fram 30 til­lög­ur og var unn­ið úr þeim við lokafrág­ang þeirra til­lagna sem íþrótta- og tóm­stunda­nefnd gerði að sín­um.

Áherslu­flokk­ar lýð­heilsu- og for­varn­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar eru:

  • Skólast­arf þar sem yf­ir­mark­mið­ið er að allt skólast­arf í Mos­fells­bæ verði heilsu­efl­andi.
  • Æsku­lýðs-, fé­lags- og íþrótt­ast­arf þar sem yf­ir­mark­mið­ið er að tryggja íbú­um Mos­fells­bæj­ar gott að­gengi að æsku­lýðs-, fé­lags- og íþrótt­astarfi og að sú starf­semi þró­ist í takt við þarf­ir bæj­ar­búa.
  • Ör­yggi íbúa og for­varn­ir þar sem yf­ir­mark­mið­ið er að heilsa og ör­yggi íbúa verði haft að leið­ar­ljósi í allri stefnu­mót­un og að áhersla verði lögð á snemm­tæka íhlut­un með for­vörn­um.
  • Íbú­ar og starfs­fólk þar sem yf­ir­mark­mið­ið er að stuðlað verði að stuðn­ingi og að­gerð­um til heilsu­efl­ing­ar og auk­inna lífs­gæða fyr­ir íbúa og starfs­menn.
  • Heil­brigð­is­þjón­usta þar sem yf­ir­mark­mið­ið er að Mos­fells­bær sé í virku sam­starfi við heil­brigð­is­yf­ir­völd um auk­inn að­bún­að og gæði heil­brigð­is­þjón­ustu í Mos­fells­bæ
  • Um­hverfi og sam­göng­ur þar sem yf­ir­mark­mið­ið er að stuðlað verði að úti­vist og heilsu­efl­ingu í sveit­ar­fé­lag­inu og að íbú­ar í Mos­fells­bæ hafi gott að­gengi að úti­vist­ar­svæð­um og heilsu­efl­andi þjón­ustu sem leiði til bættr­ar lýð­heilsu. Stuðlað verði að því að nærum­hverfi bæj­ar­búa verði fal­legt og snyrti­legt.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00