Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mos­fells­bær er sjö­unda stærsta bæj­ar­fé­lag lands­ins og hef­ur vax­ið hratt und­an­farin ár. Íbúa­fjölg­un­in hef­ur skýr tengsl við þá eig­in­leika sem ein­kenna Mos­fells­bæ sem eft­ir­sókn­ar­verð­an bæ með beina teng­ingu við nátt­úruperl­ur og úti­vist í blöndu borg­ar­sam­fé­lags og sveit­ar.

Bær­inn er í út­jaðri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, er um 220 fer­kíló­metr­ar að stærð og stát­ar af víð­áttu­mikl­um nátt­úru­leg­um svæð­um með fell­um, heið­um, vötn­um og strand­lengju og all­ir íbú­ar eru að­eins nokkr­ar mín­út­ur að kom­ast beint út í nátt­úr­una. Þessi eig­in­leiki Mos­fells­bæj­ar er mik­il­væg­ur út frá sjón­ar­mið­um lýð­heilsu, heilsu­efl­ing­ar og for­varna og er hluti af styrk­leik­um sam­fé­lags­ins.


Al­mennt um gerð stefn­unn­ar

Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar ákvað í júní 2019 að setja af stað heild­stæða vinnu við stefnu­mörk­un í lýð­heilsu og for­vörn­um fyr­ir Mos­fells­bæ. Mót­un lýð­heilsu- og for­varn­ar­stefnu er ætlað að skerpa á mark­mið­um, leið­um og sér­stöðu Mos­fells­bæj­ar sem heilsu­efl­andi sam­fé­lags. Mos­fells­bær er leið­andi í hópi sveit­ar­fé­laga sem láta sig heilsu­efl­ingu íbúa og starfs­fólks varða.

Mark­mið­ið með mót­un stefn­unn­ar er að tryggja að í Mos­fells­bæ þró­ist enn öfl­ugra og heil­brigð­ara sam­fé­lag öll­um til heilla og áhersla á að Heims­markmið og Barna­sátt­máli Sam­ein­uðu þjóð­anna end­ur­spegl­ist í lýð­heilsu- og for­varn­ar­stefnu bæj­ar­ins.

Lýð­heilsu- og for­varn­ar­stefn­unni er þann­ig ætlað að:

  • auka þekk­ingu á mik­il­vægi heilsu­efl­ing­ar
  • auka þekk­ingu á þeim fjöl­breyttu mögu­leik­um sem eru til heilsu­efl­ing­ar
  • auka þátt­töku í heilsu­efl­andi at­höfn­um
  • minnka lík­ur á at­höfn­um sem hafa nei­kvæð áhrif á heilsu og líð­an
  • auka lífs­gæði, ör­yggi og ánægju íbúa

Fram­tíð­ar­sýn Mos­fells­bæj­ar til árs­ins 2027

Mos­fells­bær er fjöl­skyldu­vænt, heilsu­efl­andi og fram­sæk­ið bæj­ar­fé­lag sem set­ur um­hverf­ið í önd­vegi og hef­ur þarf­ir og vel­ferð íbúa að leið­ar­ljósi.


Áherslu­flokk­ar í stefnu Mos­fells­bæj­ar

Áherslu­flokk­ar í stefnu Mos­fells­bæj­ar eru rétt þjón­usta, flott fólk og stolt sam­fé­lag og und­ir hverj­um áherslu­flokki eru þrjár áhersl­ur.

Þann­ig vill Mos­fells­bær vera per­sónu­leg­ur, skil­virk­ur og snjall þeg­ar kem­ur að því að veita rétta þjón­ustu. Í áherslu­flokkn­um flott fólk vill Mos­fells­bær vera sam­starfs­fús, fram­sæk­inn og með­vit­að­ur. Þeg­ar kem­ur að stoltu sam­fé­lagi vill Mos­fells­bær vera eft­ir­sótt­ur, heil­brigð­ur og sjálf­bær.

Á sviði lýð­heilsu- og for­varna er mik­il­vægt að Mos­fells­bær eigi leið­andi þátt í að auka lífs­gæði íbúa, gæta að heil­brigði og hvetji til þátt­töku í íþrótt­um og hreyf­ingu enda slíkt einn að meg­in áhrifa­þátt­um lýð­heilsu og for­varna. Sam­st­arf sveit­ar­fé­lags­ins við íbúa og sam­tök þeirra á sviði lýð­heilsu- og for­varna skipt­ir miklu máli og er þátt­ur í að við­halda þeim fé­lagsauði sem ein­kenn­ir sam­fé­lag­ið og birt­ist með­al ann­ars í öfl­ugu sam­starfi ein­stak­linga og íþrótta- og tóm­stunda­fé­laga og fé­laga­sam­taka sem er kjarni þess að Mos­fells­bær er heilsu­efl­andi sam­fé­lag. Áhersla á heil­brigt um­hverfi, ná­lægð við nátt­úru og sam­taka­mátt­ur íbúa er lyk­ill að fram­sækni sveit­ar­fé­lags­ins og hef­ur áhrif á vin­sæld­ir til bú­setu.

Þeir tveir áherslu­þætt­ir í stefnu Mos­fells­bæj­ar sem tala hvað skýrast við lýð­heilsu- og for­varn­ar­stefn­una eru áhersl­ur á að vera heil­brigð­ur og sjálf­bær. Und­ir heil­brigði er áhersl­an: „Við erum heilsu­efl­andi sam­fé­lag. Við hvetj­um, efl­um og styðj­um íbúa til að stunda heilsu­sam­leg­an lífstíl og lækk­um þrösk­ulda til þátt­töku.“ Á sviði sjálf­bærni er áhersl­an þessi: „Við lát­um um­hverf­ið okk­ur varða og sinn­um mála­flokkn­um af kost­gæfni. Ná­lægð við nátt­úruperl­ur og vernd þeirra er nýtt sam­fé­lag­inu til góðs og til að vekja at­hygli á sveit­ar­fé­lag­inu.“


Gildi Mos­fells­bæj­ar

Gildi Mos­fells­bæj­ar eru leið­ar­ljós í allri starf­semi sveit­ar­fé­lags­ins, voru mót­uð árið 2007, út­færð og skil­greind að nýju á starfs­degi starfs­manna haust­ið 2016 en gild­in eru:

  • já­kvæðni
  • virð­ing
  • um­hyggja
  • fram­sækni

Stefnu­áhersl­ur í lýð­heilsu- og for­vörn­um

Áherslu­flokk­ar lýð­heilsu- og for­varn­ar­stefnu

  1. Skólast­arf
  2. Æsku­lýðs-, fé­lags- og íþrótt­ast­arf
  3. Ör­yggi íbúa og for­varn­ir
  4. Íbú­ar og starfs­fólk
  5. Heil­brigð­is­þjón­usta
  6. Um­hverfi og sam­göng­ur

1. Skólast­arf


2. Æsku­lýðs-, fé­lags- og íþrótt­ast­arf


3. Ör­yggi íbúa og for­varn­ir


4. Íbú­ar og starfs­fólk


5. Heil­brigð­is­þjón­usta


6. Um­hverfi og sam­göng­ur


Um gerð lýð­heilsu- og for­varn­ar­stefnu

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00