Ný grenndarstöð verður opnuð við Vogatungu þann 15. september n.k.
Grenndarstöðin verður staðsett á lóðunum númer 117-119 við Vogatungu í Leirvogstunguhverfi.
Á sama tíma verður grenndarstöðinni á horni Skeiðholts og Hlaðhamra lokað. Íbúum sem hafa verið að nýta þá grenndarstöð er bent á að nota nærliggjandi grenndarstöð við Bogatanga.
Þetta er hluti af áætlun sveitarfélagsins um að jafna dreifingu grenndarstöðva og fjölga þeim á næstu árum. Fyrirhugað er að opna nýja grenndarstöð í Helgafellshverfi fyrir lok ársins og verða nánari upplýsingar um hana birtar síðar.
Tengt efni
Stíf skilyrði um urðun í Álfsnesi
Málmgámur á grenndarstöðina við Bogatanga
Þar sem ekki er hægt að flokka málm í sorptunnur við heimili er nú búið að staðsetja málmgám á grenndarstöðina við Bogatanga.
Afhending nýrra tunna heldur áfram 6. júlí í Reykja- og Helgafellshverfi
Þau heimili í Reykja- og Helgafellshverfi sem ekki fengu afhentar tunnur 29. og 30. júní fá þær til sín næstkomandi fimmtudag 6. júlí.