Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
26. ágúst 2023

Met­þátttaka var á setn­ing­ar­at­höfn bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar Í tún­inu heima í Ála­fosskvos­inni í Mos­fells­bæ í gær­kvöldi.

Á bil­inu 3-4 þús­und manns voru sam­an­komin í blíðskap­ar­veðri. Safn­ast var sam­an við Kjarna á mið­bæj­ar­torg­inu í Mos­fells­bæ og geng­ið í skrúð­göngu í Ála­fosskvos­ina. Þar setti Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri há­tíð­ina og Gréta Salome tók nokk­ur lög. Þá tók við brekku­söng­ur fram eft­ir kvöldi í um­sjón þeirra Hilmars Gunn­ars­son­ar og Ág­úst­ar Linn sem náði hápunkti með blys­sýn­ingu björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Kyndils. Að sögn Auð­ar Hall­dórs­dótt­ur, verk­efn­is­stjóra menn­ing­ar­mála hjá Mos­fells­bæ fór há­tíð­in mjög vel fram og góð stemn­ing í kvos­inni.

Í dag er fjöl­breytt dagskrá framund­an, með­al ann­ars sum­ar­há­tíð í bæj­ar­leik­hús­inu, opið í hús­dýra­garð­in­um við Hraðastaði, mark­að­ur í Ála­fosskvos, kaffi­hús Mosverja, garð­tón­leik­ar víða um bæ­inn, svo nokkr­ir við­burð­ir séu nefnd­ir.

Tinda­hlaup­ið fór vel af stað í morg­un en aldrei hafa fleiri skrán­ing­ar ver­ið í hlaup­ið eða 407 manns. Halla Karen Kristjáns­dótt­ir formað­ur bæj­ar­ráðs stjórn­aði upp­hit­un. Barna­skemmt­un hófst við Hlé­garð kl. 12:00 í dag. Hoppu­kastali og leikja­vagn UMFÍ færist af Stekkj­ar­flöt í íþrótta­hús­ið Fell­ið vegna veð­urs.

Í kvöld býð­ur Mos­fells­bær upp á stór­tón­leika á Mið­bæj­ar­torg­inu. Fram koma: Sigga Ózk, Mug­ison, Páll Rós­inkr­anz úr Jet Black Joe, Sprite Zero Klan, Diljá Pét­urs­dótt­ir og Páll Ósk­ar. Kynn­ir verð­ur Dóri DNA. Björg­un­ar­sveit­in Kyndill skýt­ur upp flug­eld­um af Lága­felli skömmu eft­ir að tón­leik­um lýk­ur.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00