Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. september 2022

Í gær var ýtt úr vör nýrri Mennta­stefnu Mos­fells­bæj­ar sem ber heit­ið, Heim­ur­inn er okk­ar.

Dag­ur­inn var sam­eig­in­leg­ur fræðslu­dag­ur allra þeirra tæp­lega fimm­hundruð starfs­manna sem vinna í skóla- og frí­stund­astarfi og heyra und­ir fræðslu- og frí­stunda­svið.

Mennta­stefn­an var kynnt og sagt frá þeirri að­ferð­ar­fræði sem not­uð var við mót­un henn­ar. Stefn­an er afrakst­ur sam­tals inn­an skóla­sam­fé­lags­ins; börn, for­eldr­ar, starfs­fólk, kjörn­ir full­trú­ar og íbú­ar, all­ir eiga sinn hlut í mót­un­ar­ferl­inu.

Far­ið var yfir fyrstu að­gerðaráætlun mennta­stefn­unn­ar ásamt því að kynna þá vinnu sem á sér stað í Far­sæld­ar­hringn­um með sam­þætt­ingu á þjón­ustu fyr­ir börn.

Berg­ur Ebbi, fram­tíð­ar­fræð­ing­ur, end­aði dag­skrána um há­degi með því að taka alla með sér í áhuga­vert ferðalag sem ekki sér fyr­ir end­ann á.

Eft­ir há­degi tók við verk­efna­vinna alls starfs­fólks í skóla- og frí­stund­astarfi og tengd­ist hún að­gerðaráætlun vegna mennta­stefnu.

Áhuga­verð­ur dag­ur sem tókst vel og mark­ar upp­haf­ið hug­mynda­vinnu og verk­efn­um und­ir hatti mennta­stefnu Mosells­bæj­ar.

Ný menntastefna Mosfellsbæjar:

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00