Í gær var ýtt úr vör nýrri Menntastefnu Mosfellsbæjar sem ber heitið, Heimurinn er okkar.
Dagurinn var sameiginlegur fræðsludagur allra þeirra tæplega fimmhundruð starfsmanna sem vinna í skóla- og frístundastarfi og heyra undir fræðslu- og frístundasvið.
Menntastefnan var kynnt og sagt frá þeirri aðferðarfræði sem notuð var við mótun hennar. Stefnan er afrakstur samtals innan skólasamfélagsins; börn, foreldrar, starfsfólk, kjörnir fulltrúar og íbúar, allir eiga sinn hlut í mótunarferlinu.
Farið var yfir fyrstu aðgerðaráætlun menntastefnunnar ásamt því að kynna þá vinnu sem á sér stað í Farsældarhringnum með samþættingu á þjónustu fyrir börn.
Bergur Ebbi, framtíðarfræðingur, endaði dagskrána um hádegi með því að taka alla með sér í áhugavert ferðalag sem ekki sér fyrir endann á.
Eftir hádegi tók við verkefnavinna alls starfsfólks í skóla- og frístundastarfi og tengdist hún aðgerðaráætlun vegna menntastefnu.
Áhugaverður dagur sem tókst vel og markar upphafið hugmyndavinnu og verkefnum undir hatti menntastefnu Mosellsbæjar.
Ný menntastefna Mosfellsbæjar:
Tengt efni
Bólið býður uppá fjölbreytt og lifandi starf
Félagsmiðstöðin Bólið býður uppá uppbyggilegt félagsstarf fyrir 10 til 16 ára börn og ungmenni og eru starfsstöðvarnar í Varmárskóla, Lágafellsskóla og Helgafellsskóla.
Snjallræði í Helgafellsskóla
Á næstu vikum verða birt myndbönd sem veita innsýn í skóla- og frístundastarf Mosfellsbæjar.
Heimurinn er okkar - Menntastefna Mosfellsbæjar 2022 til 2030
Menntastefna Mosfellsbæjar 2022-2030, „Heimurinn er okkar“ var samþykkt af fræðslunefnd Mosfellsbæjar á fundi nefndarinnar þann 28. mars.