Félagsmiðstöðin Bólið býður uppá uppbyggilegt félagsstarf fyrir 10 til 16 ára börn og ungmenni og eru starfsstöðvarnar í Varmárskóla, Lágafellsskóla og Helgafellsskóla.
Í Bólinu er fjölbreytt og lifandi starfsemi sem er ætlað að efla samskipta- og félagsfærni unglinga í öruggu umhverfi. Starfsemi Bólsins er skipulögð að miklu leyti í samráði við unglingana. Það er margt í boði og má til að mynda nefna tónlistarsköpun, ballskák, borðtennis og tölvuleikinn FIFA.
Með áherslu Bólsins á frumkvæði, félagsþroska, lýðræðisleg vinnubrögð, sjálfstæði og ábyrgð skapar félagsmiðstöðin tækifæri fyrir unglinga til að vaxa og blómstra í samfélaginu.
Menntastefna Mosfellsbæjar
Menntastefna Mosfellsbæjar 2022-2030, „Heimurinn er okkar“ var samþykkt af fræðslunefnd Mosfellsbæjar á fundi nefndarinnar þann 28. mars 2022. Leiðarljós menntastefnunar er að skóla- og frístundastarfið sé í fremstu röð og þar fái allir notið sín. Unnið er að velferð og vexti allra hagaðila með jákvæðum samskiptum, valdeflingu, sveigjanleika og upplýsingum um starfið. Til að allir blómstri í skóla- og frístundastarfi þarf fjölbreytni og góða samvinnu hagaðila.
Tengt efni
Myndir frá 40 ára afmælisfögnuði Bólsins
Félagsmiðstöðin Bólið fagnaði 40 ára afmæli í síðustu viku og að því tilefni voru haldin tvö böll og glæsileg afmælishátíð.
Félagsmiðstöðin Bólið 40 ára
Snjallræði í Helgafellsskóla
Á næstu vikum verða birt myndbönd sem veita innsýn í skóla- og frístundastarf Mosfellsbæjar.