Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. janúar 2024

Fé­lags­mið­stöðin Ból­ið býð­ur uppá upp­byggi­legt fé­lags­st­arf fyr­ir 10 til 16 ára börn og ung­menni og eru starfs­stöðv­arn­ar í Varmár­skóla, Lága­fells­skóla og Helga­fells­skóla.

Í Ból­inu er fjöl­breytt og lif­andi starf­semi sem er ætlað að efla sam­skipta- og fé­lags­færni ung­linga í ör­uggu um­hverfi. Starf­semi Bóls­ins er skipu­lögð að miklu leyti í sam­ráði við ung­ling­ana. Það er margt í boði og má til að mynda nefna tón­list­ar­sköp­un, ballskák, borð­tenn­is og tölvu­leik­inn FIFA.

Með áherslu Bóls­ins á frum­kvæði, fé­lags­þroska, lýð­ræð­is­leg vinnu­brögð, sjálf­stæði og ábyrgð skap­ar fé­lags­mið­stöðin tæki­færi fyr­ir ung­linga til að vaxa og blómstra í sam­fé­lag­inu.


Mennta­stefna Mos­fells­bæj­ar

Mennta­stefna Mos­fells­bæj­ar 2022-2030, „Heim­ur­inn er okk­ar“ var sam­þykkt af fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar á fundi nefnd­ar­inn­ar þann 28. mars 2022. Leið­ar­ljós mennta­stefn­un­ar er að skóla- og frí­stund­a­starf­ið sé í fremstu röð og þar fái all­ir not­ið sín. Unn­ið er að vel­ferð og vexti allra hag­að­ila með já­kvæð­um sam­skipt­um, vald­efl­ingu, sveigj­an­leika og upp­lýs­ing­um um starf­ið. Til að all­ir blómstri í skóla- og frí­stund­astarfi þarf fjöl­breytni og góða sam­vinnu hag­að­ila.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00