Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mennta­stefna Mos­fells­bæj­ar 2022-2030, „Heim­ur­inn er okk­ar“ var sam­þykkt af fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar á fundi nefnd­ar­inn­ar þann 28. mars.

Að mót­un stefn­unn­ar kom stór hóp­ur barna, starfs­fólks skóla- og frí­stund­astarfs, for­eldra og sér­fræð­inga og þakk­aði nefnd­in öll­um hag­að­il­um fyr­ir þeirra þátt í vinn­unni.

Þann 7. októ­ber 2020 var sam­þykkt í fræðslu­nefnd að hefja vinnu við end­ur­skoð­un á skóla­stefnu Mos­fells­bæj­ar frá ár­inu 2010. Ákveð­ið var að heiti stefn­unn­ar yrði mennta­stefna Mos­fells­bæj­ar með gild­is­tíma til 2030. Stefn­an verð­ur kynnt og inn­leidd á næsta skóla­ári en stoð­ir stefn­unn­ar eru vöxt­ur, fjöl­breytni og sam­vinna. Fræðslu­nefnd tel­ur að stefn­an styrki enn frek­ar öfl­ugt og fram­sæk­ið skóla- og frí­stund­ast­arf í Mos­fells­bæ og muni styðja við far­sæla inn­leið­ingu þeirra mark­miða sem að er stefnt.

Leið­ar­ljós mennta­stefn­unn­ar

Leið­ar­ljós mennta­stefnu Mos­fells­bæj­ar er að skóla- og frí­stund­a­starf­ið sé í fremstu röð og þar fái all­ir not­ið sín.

Unn­ið er að vel­ferð og vexti allra hag­að­ila með já­kvæð­um sam­skipt­um, vald­efl­ingu, sveigj­an­leika og upp­lýs­ing­um um starf­ið.

Stoð­ir mennta­stefnu Mos­fells­bæj­ar

Stoð­ir mennta­stefn­unn­ar eru þrjár; vöxt­ur, fjöl­breytni og sam­vinna. Þær skar­ast og eru ná­tengd­ar hver ann­arri.

Til að all­ir blómstri í skóla- og frí­stund­astarfi þarf fjöl­breytni og góða sam­vinnu hag­að­ila.

Vöxt­ur

  • For­senda þess að börn geti lært og dafn­að er að þeim sé búið ör­uggt um­hverfi þar sem færni þeirra er aukin á sem fjöl­breytt­ast­an hátt og sjálfs­mynd þeirra styrkt. Í skóla- og frí­stund­astarfi er því lögð áhersla á mennt­un, ör­yggi, vellíð­an, snemm­tæk­an stuðn­ing og heilsu­efl­ingu.

Markmið vaxt­ar­stoð­ar eru að tryggja ör­yggi, vellíð­an og vöxt allra í skóla- og frí­stund­astarfi og að leggja áherslu á þjálf­un, stuðn­ing og hand­leiðslu barna, for­eldra og starfs­fólks til að tryggja far­sæld.

Fjöl­breytni

  • Fjöl­breytt, skap­andi og sveigj­an­legt skóla- og frí­stund­ast­arf mæti ólík­um þörf­um og styrk­leik­um barna og stuðli að far­sæld þeirra.
  • Mark­mið­ið er að auka sveigj­an­leika starfs­ins og þar með efla trú barna á eig­in getu. Þann­ig verða þau bet­ur í stakk búin til að mæta mis­mun­andi verk­efn­um í námi, leik og starfi.

Markmið stoð­ar­inn­ar fjöl­breytni eru þekk­ing og skiln­ing­ur á þörf­um, áhuga­svið­um, styrk­leik­um og áskor­un­um barna auk náms þar sem lögð er áhersla á sköp­un, hæfni, virkni og frum­kvæði barna.

Sam­vinna

  • Skýr sam­eig­in­leg sýn hag­að­ila, heil­indi, upp­byggi­leg og lausnamið­uð um­ræða trygg­ir góða sam­vinnu. Þann­ig verða til ár­ang­urs­rík verk­efni í skóla- og frí­stund­astarfi þar sem börn­in eru í brenni­depli.

Markmið sam­vinnu­stoð­ar eru upp­byggi­leg­ar, yf­ir­veg­að­ar og lausnamið­að­ar sam­ræð­ur um áskor­an­ir og um­bæt­ur og jafn­framt mark­viss­ar upp­lýs­ing­ar af ár­angri og þró­un í skóla- og frí­stund­astarfi.

„Mos­fells­bær get­ur ver­ið stolt­ur af end­ur­skoð­aðri mennta­stefnu enda er Heim­ur­inn okk­ar ef við stönd­um rétt að mál­um. Það er og verð­ur alltaf áskor­un að tryggja öll­um mennt­un við hæfi og að ein­stak­ling­ar fái not­ið hæfi­leika sinna. Með þéttu sam­tali og sam­vinnu tel ég að fræðslu­nefnd hafi tek­ist að taka sam­an á einn stað stefnu­mark­andi áhersl­ur og markmið sem eru til þess fallin að varða okk­ur far­sæla leið. Okk­ar verk­efni er að halda ut­an­um fólk­ið okk­ar og styðja og efla þau í námi og grípa þau þeg­ar þess þarf með.“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00