Frá því í júlí 2023 hefur Bókasafn Mosfellsbæjar boðið upp á stafræn bókasafnsskírteini. Til þess að geta fengið slíkt þurfa notendur að vera skráðir með almennt kort hjá sínu bókasafni. Mosfellsbær hvetur viðskiptavini Bókasafns Mosfellsbæjar til að nýta sér þessa stafrænu leið.
Veskisapp
Stafræn bókasafnskírteini eru sótt í svokallað veskisapp þar sem önnur stafræn kort eru einnig eins og t.d. stafræn greiðslukort. Dæmi um veskisöpp eftir tegundum síma:
- Android símar: app sem heitir Smart Wallet og má finna í Play Store
- IOS notendur (iPhone): app sem heitir Wallet og má finna í App Store
Þegar notandi er kominn með slíkt app virkt í símann er hægt að sækja stafrænt bókasafnsskírteini.
Stafrænt bókasafnskort
Til þess að sækja stafrænt bókasafnsskírteini er hægt að smella á hlekkinn hér að neðan eða skanna QR kóðann.
Innskráning í gegnum tölvu eða síma
Ef lánþegi notar tölvu til þess að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum þá opnast síða með QR kóða sem hægt er að skanna með símanum til þess að opna skírteinið.
Ef lánþegi notar síma til þess að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum opnast gluggi þar sem hægt er að smella á „Download/Niðurhala“ til þess að hlaða skírteininu niður í símann.
Loka skrefið
Þegar skírteininu hefur verið hlaðið niður í símann þarf lánþegi að smella á skjalið og velja „Add“ til þess að það opnist í appinu „Smart Wallet“ eða „Wallet“ eftir tegund síma.
Ef lánþegi er ekki með rafræn skilríki þarf hann að fara á bókasafnið sitt og fá aðstoð við að setja upp bókasafnsskírteini þar.
Tengt efni
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Lína Langsokkur mætti óvænt á sögustund
Það vakti mikla lukku í gær þegar Lína Langsokkur, Hr. Níels, Anna og Keli mættu óvænt á sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar.
Safnanótt 2023 með pompi og pragt
Safnanótt var haldin hátíðleg í Bókasafni Mosfellsbæjar föstudaginn 3. febrúar.