Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. nóvember 2024

Frá því í júlí 2023 hef­ur Bóka­safn Mos­fells­bæj­ar boð­ið upp á sta­fræn bóka­safns­skír­teini. Til þess að geta feng­ið slíkt þurfa not­end­ur að vera skráð­ir með al­mennt kort hjá sínu bóka­safni. Mos­fells­bær hvet­ur við­skipta­vini Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar til að nýta sér þessa sta­f­rænu leið.

Veskisapp

Sta­fræn bóka­safn­skírteini eru sótt í svo­kallað veskisapp þar sem önn­ur sta­fræn kort eru einn­ig eins og t.d. sta­fræn greiðslu­kort. Dæmi um veskisöpp eft­ir teg­und­um síma:

  • Android sím­ar: app sem heit­ir Smart Wal­let og má finna í Play Store
  • IOS not­end­ur (iP­hone): app sem heit­ir Wal­let og má finna í App Store

Þeg­ar not­andi er kom­inn með slíkt app virkt í sím­ann er hægt að sækja sta­f­rænt bóka­safns­skír­teini.

Sta­f­rænt bóka­safnskort

Til þess að sækja sta­f­rænt bóka­safns­skír­teini er hægt að smella á hlekk­inn hér að neð­an eða skanna QR kóð­ann.

Inn­skrán­ing í gegn­um tölvu eða síma

Ef lán­þegi not­ar tölvu til þess að skrá sig inn með ra­f­ræn­um skil­ríkj­um þá opn­ast síða með QR kóða sem hægt er að skanna með sím­an­um til þess að opna skír­tein­ið.

Ef lán­þegi not­ar síma til þess að skrá sig inn með ra­f­ræn­um skil­ríkj­um opn­ast gluggi þar sem hægt er að smella á „Down­load/Nið­ur­hala“ til þess að hlaða skír­tein­inu nið­ur í sím­ann.

Loka skref­ið

Þeg­ar skír­tein­inu hef­ur ver­ið hlað­ið nið­ur í sím­ann þarf lán­þegi að smella á skjalið og velja „Add“ til þess að það opn­ist í app­inu „Smart Wal­let“ eða „Wal­let“ eft­ir teg­und síma.

Ef lán­þegi er ekki með ra­fræn skil­ríki þarf hann að fara á bóka­safn­ið sitt og fá að­stoð við að setja upp bóka­safns­skír­teini þar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00