Það vakti mikla lukku í gær þegar Lína Langsokkur, Hr. Níels, Anna og Keli mættu óvænt á sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar.
Þar höfðu einmitt verið lesnar nokkrar óborganlegar sögur af þeim vinum og fengu gestir sögustundarinnar möguleika á því að spyrja Línu að því hvort sögurnar væru í raun sannar.
Leikfélag Mosfellssveitar sýnir Línu Langsokk um þessar mundir í Bæjarleikhúsinu og má nálgast miða á sýninguna í gegnum miðasöluvefinn Tix.
Miðasala á tix.is:
Tengt efni
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Mosfellsbæ
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum er hafið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar