Um 200 gestir hættu sér út í vetrarkuldann til að heyra rithöfunda lesa úr nýútkomnum bókum sínum á árlegu Bókmenntahlaðborði Bókasafns Mosfellsbæjar fimmtudaginn 28. nóvember. Áður en dagskrá hófst léku Sigurjón Alexandersson og Ævar Örn Sigurðsson ljúfa jazztóna á gítar og bassa. Að vanda var létt stemning og fjörugar umræður, sem meðal annars snérust um mörk skáldskapar og veruleika.
Þeir höfundar sem lásu úr verkum sínum að þessu sinni voru Bjarki Bjarnason með bók sína Gröf minninganna, Jón Kalman Stefánsson sem las úr Himintungl yfir heimsins ystu brún, Kristín Svava Tómasdóttir önnur tveggja höfunda bókarinnar Duna: Saga kvikmyndargerðarkonu las úr bókinni sem fjallar um Guðnýju Halldórsdóttur kvikmyndagerðarkonu og Ragnhildur Þrastardóttir las úr Eyju, sem er hennar fyrsta skáldsaga. Katrín Jakobsdóttir leiddi umræður af stakri prýði að þessu sinni, en hún stýrði Bókmenntahlaðborðinu í fjölda ára.
Tengt efni
Tendrun jólatrés á Miðbæjartorgi vel sótt
Um árabil hefur tendrun ljósa á jólatrénu á Miðbæjartorgi markað upphaf jólahalds í Mosfellsbæ.
Húsfyllir á opnun jólalistaverkamarkaðar í Listasal Mosfellsbæjar
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.