Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. nóvember 2024

Um 200 gest­ir hættu sér út í vetr­arkuld­ann til að heyra rit­höf­unda lesa úr ný­út­komn­um bók­um sín­um á ár­legu Bók­mennta­hlað­borði Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar fimmtu­dag­inn 28. nóv­em­ber. Áður en dagskrá hófst léku Sig­ur­jón Al­ex­and­ers­son og Ævar Örn Sig­urðs­son ljúfa jazztóna á gít­ar og bassa. Að vanda var létt stemn­ing og fjör­ug­ar um­ræð­ur, sem með­al ann­ars snér­ust um mörk skáld­skap­ar og veru­leika.

Þeir höf­und­ar sem lásu úr verk­um sín­um að þessu sinni voru Bjarki Bjarna­son með bók sína Gröf minn­ing­anna, Jón Kalm­an Stef­áns­son sem las úr Him­intungl yfir heims­ins ystu brún, Kristín Svava Tóm­as­dótt­ir önn­ur tveggja höf­unda bók­ar­inn­ar Duna: Saga kvik­mynd­ar­gerð­ar­konu las úr bók­inni sem fjall­ar um Guðnýju Hall­dórs­dótt­ur kvik­mynda­gerð­ar­konu og Ragn­hild­ur Þrast­ar­dótt­ir las úr Eyju, sem er henn­ar fyrsta skáld­saga. Katrín Jak­obs­dótt­ir leiddi um­ræð­ur af stakri prýði að þessu sinni, en hún stýrði Bók­mennta­hlað­borð­inu í fjölda ára.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00