Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
22. október 2020

Haust­ið 2018 var hald­inn op­inn íbúa­fund­ur í Hlé­garði um end­ur­skoð­un menn­ing­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar og mót­uðu hug­mynd­ir frá þeim fundi stefn­una.

Fengn­ir voru ut­an­að­kom­andi ráð­gjaf­ar til að halda utan um fund­inn og vinna úr nið­ur­stöð­um hans. Jafn­framt var hald­inn fund­ur með ung­menna­ráði og nem­enda­ráði fram­halds­skóla Mos­fells­bæj­ar eft­ir að í ljós kom að yngra fólk sótti opna íbúa­fund­inn í minna mæli en eldri ald­urs­hóp­ar. End­ur­skoð­un á menn­ing­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar hef­ur einnig skír­skot­un til þeirr­ar stefnu­mót­un­ar sem fram fór hjá Mos­fells­bæ 2017 og gild­ir til árs­ins 2027. Að þeirri vinnu komu starfs­menn Mos­fells­bæj­ar og kjörn­ir full­trú­ar. Loks tek­ur stefn­an mið af eldri stefnu í mála­flokkn­um frá ár­inu 2012 eft­ir því sem við á.

Meg­in­markmið stefn­unn­ar eru að móta áhersl­ur í menn­ing­ar­mál­um, efla og styðja við fjöl­breytta menn­ingu í bæn­um, auka að­gengi íbúa að menn­ingu og stuðla að virkri þátt­töku þeirra. Stefn­an skipt­ist í fjóra áherslu­flokka, sem eru: Að skapa rými, fanga fjöl­breyti­leik­ann, efla tengsl­in og segja sög­ur. Hverj­um áherslu­flokk fylgja að­gerð­ir sem eru leið­ir að mark­mið­inu.

Stefn­an var lögð fyr­ir menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd 6. októ­ber 2020 sem vís­aði henni til um­fjöll­un­ar í bæj­ar­stjórn. Þar var stefn­an sam­þykkt þ. 14. októ­ber 2020.

Tengt efni

  • Op­inn fund­ur um stefnu í menn­ing­ar­mál­um

    Op­inn fund­ur um end­ur­skoð­un stefnu Mos­fells­bæj­ar í menn­ing­ar­mál­um verð­ur hald­inn í Hlé­garði þriðju­dag­inn 16. októ­ber kl. 18:30-22:00.

  • Menn­ing­ar­stefna full­mót­uð

    Menn­ing­ar­mála­nefnd hef­ur unn­ið að menn­ing­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar allt frá ár­inu 2006 með hlé­um, en eft­ir mót­un stefnu Mos­fells­bæj­ar hófst stefnu­mót­un mála­flokka í sam­ræmi við hana.

  • Op­inn fund­ur um menn­ing­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar

    Op­inn fund­ur menn­ing­ar­mála­nefnd­ar um menn­ing­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar fer fram mið­viku­dag­inn 31. októ­ber, í Bóka­safn Mos­fells­bæj­ar, kl. 17:00.