Haustið 2018 var haldinn opinn íbúafundur í Hlégarði um endurskoðun menningarstefnu Mosfellsbæjar og mótuðu hugmyndir frá þeim fundi stefnuna.
Fengnir voru utanaðkomandi ráðgjafar til að halda utan um fundinn og vinna úr niðurstöðum hans. Jafnframt var haldinn fundur með ungmennaráði og nemendaráði framhaldsskóla Mosfellsbæjar eftir að í ljós kom að yngra fólk sótti opna íbúafundinn í minna mæli en eldri aldurshópar. Endurskoðun á menningarstefnu Mosfellsbæjar hefur einnig skírskotun til þeirrar stefnumótunar sem fram fór hjá Mosfellsbæ 2017 og gildir til ársins 2027. Að þeirri vinnu komu starfsmenn Mosfellsbæjar og kjörnir fulltrúar. Loks tekur stefnan mið af eldri stefnu í málaflokknum frá árinu 2012 eftir því sem við á.
Meginmarkmið stefnunnar eru að móta áherslur í menningarmálum, efla og styðja við fjölbreytta menningu í bænum, auka aðgengi íbúa að menningu og stuðla að virkri þátttöku þeirra. Stefnan skiptist í fjóra áhersluflokka, sem eru: Að skapa rými, fanga fjölbreytileikann, efla tengslin og segja sögur. Hverjum áhersluflokk fylgja aðgerðir sem eru leiðir að markmiðinu.
Stefnan var lögð fyrir menningar- og nýsköpunarnefnd 6. október 2020 sem vísaði henni til umfjöllunar í bæjarstjórn. Þar var stefnan samþykkt þ. 14. október 2020.
Tengt efni
Opinn fundur um stefnu í menningarmálum
Opinn fundur um endurskoðun stefnu Mosfellsbæjar í menningarmálum verður haldinn í Hlégarði þriðjudaginn 16. október kl. 18:30-22:00.
Menningarstefna fullmótuð
Menningarmálanefnd hefur unnið að menningarstefnu Mosfellsbæjar allt frá árinu 2006 með hléum, en eftir mótun stefnu Mosfellsbæjar hófst stefnumótun málaflokka í samræmi við hana.
Opinn fundur um menningarstefnu Mosfellsbæjar
Opinn fundur menningarmálanefndar um menningarstefnu Mosfellsbæjar fer fram miðvikudaginn 31. október, í Bókasafn Mosfellsbæjar, kl. 17:00.