Opinn fundur um endurskoðun stefnu Mosfellsbæjar í menningarmálum verður haldinn í Hlégarði þriðjudaginn 16. október kl. 18:30-22:00.
Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar vinnur að endurskoðun á menningarstefnu bæjarins og leitar eftir þátttöku og tillögum íbúa við þá vinnu. Á fundinum verður leitað svara við því hverjar áherslur Mosfellsbæjar eiga að vera þegar kemur að menningarmálum í bænum á komandi árum. Íbúum gefst gott tækifæri til að koma hugmyndum og tillögum sínum á framfæri.
Fundurinn verður haldinn í Hlégarði þriðjudaginn 16. október kl. 18:30-22:00.
Boðið verður upp á léttan málsverð og listamenn úr Mosfellsbæ munu stíga á stokk.
Allt áhugafólk um menningu er hvatt til að mæta!
Tengt efni
Opinn íbúafundur og samráðsgátt
Þann 14. febrúar sl. var haldinn opinn fundur í Hlégarði með íbúum Mosfellsbæjar, hagsmunaaðilum og fulltrúum úr atvinnulífinu og tóku um 60 manns þátt í vinnu fundarins.
Opinn íbúafundur mánudaginn 27. júní 2022
Kynningarfundur vegna deiliskipulags verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis að Blikastöðum.
Viðspyrna og þjónusta við íbúa tryggð í skugga heimsfaraldurs
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2021 og næstu þrjú ár þar á eftir var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 25. nóvember.