Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. nóvember 2021

„Jóla­skreytt­ur garð­ur á Hlé­garðstúni þar sem fólk ger­ir sér ferð til að heim­sækja stað­inn og eiga góð­ar stund­ir“.

Þann­ig hljóm­aði ein af þeim hug­mynd­um sem kosn­ar voru til fram­kvæmd­ar í lýð­ræð­is­verk­efn­inu Okk­ar Mosó á ár­inu 2021.

Jóla­garð­ur­inn var form­lega opn­að­ur þeg­ar Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri og börn í 4. bekk í Varmár­skóla tendr­uðu ljós­in í fyrsta sinn. And­lit barn­anna ljóm­uðu ekki síð­ur en garð­ur­inn enda er fátt æv­in­týra­legra en fal­leg jóla­ljós. Við von­um að jóla­garð­ur­inn við Hlé­garð veki hlýju í brjóst­um bæj­ar­búa og þökk­um kær­lega fyr­ir þessa frá­bæru hug­mynd.

Okk­ar Mosó er sam­ráðs­verk­efni íbúa og bæj­ar­ins um for­gangs­röðun og út­hlut­un fjár­magns til smærri ný­fram­kvæmda- og við­halds­verk­efna í Mos­fells­bæ. Hug­mynd­irn­ar geta tengst því að gera Mos­fells­bæ betri, skapa eitt­hvað nýtt, efla hreyf­ingu, hafa já­kvæð áhrif á um­hverfi og íbúa til úti­vist­ar og sam­veru, bættr­ar lýð­heilsu eða að­stöðu til leikja og skemmt­un­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00