Mosfellsbær leitar að öflugum leiðtoga í stöðu leikskólastjóra nýs leikskóla í Helgafellslandi. Ráðið verður í stöðuna frá vori en byggingu skólans lýkur í sumar og hefst skólastarf þar haustið 2025.
Leitað er að lausnamiðuðum og drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á vellíðan og farsæld barna, framsækinni skólaþróun og framúrskarandi leikskólastarfi.
Í leikskólanum er gert ráð fyrir 150 börnum á aldrinum 1-5 ára og mun starfsemin taka mið af menntastefnu Mosfellsbæjar, Heimurinn er okkar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri, þjónustu og starfsemi skólans
- Fagleg forysta á sviði kennslu og skólaþróunar
- Ábyrgð á mannauðsmálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun
- Að leikskólinn starfi samkvæmt viðeigandi lögum og reglugerðum, aðalnámskrá leikskóla og menntastefnu sveitarfélagsins
- Virkt og gott samstarf við alla aðila skólasamfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Kennaramenntun og leyfisbréf er skilyrði
- Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar og/eða menntunarfræða er æskileg
- Kennslureynsla á leikskólastigi er skilyrði
- Leiðtoga- og stjórnunarhæfni, reynsla af stjórnun er æskileg
- Framúrskarandi samskiptahæfni, lausnamiðuð hugsun og jákvætt viðmót
- Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun er æskileg
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi, skýr framtíðarsýn og faglegur metnaður
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Laun fyrir starfið eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ og FSL.
Umsóknarfrestur er til og með 19. mars 2025. Umsókn skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf, afrit af leyfisbréfi ásamt kynningarbréfi þar sem kemur meðal annars fram framtíðarsýn umsækjanda fyrir leikskólann.
Um er að ræða framtíðarstarf í 100% starfshlutfalli.