Í dag, miðvikudaginn 21. september milli kl. 17:00 – 18:30 verður starfsfólk skipulagsdeilda Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar með opið hús á bæjarskrifstofum Kópavogsbæjar að Digranesvegi 1 þar sem tillaga að nýju deiliskipulagi tvöföldunar Suðurlandsvegar verður kynnt.
Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi Suðurlandsvegur verði breikkaður til norðurs og verði samfelldur stofnvegur með tveimur akreinum í hvora akstursstefnu. Gert er ráð fyrir vegamótum við Geirland ásamt hliðarvegum/tengivegum í Lækjarbotnum, Gunnarshólma og Geirlandi.
Markmið deiliskipulagsins er að auka þjónustustig samgangna á svæðinu og bæta umferðaröryggi.
Frestur til þess að senda athugasemdir er til 14. október 2022.
Tengt efni
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi – Grenibyggð 2
Á afgreiðslufundi Skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar þann 6. nóvember sl. var samþykkt að grenndarkynna skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eigenda Grenibyggðar 2, Mosfellsbæ.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi – Markholt 13
Grenndarkynning – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu, Sveinsstaðir L125058