Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi í Kópavogi og Mosfellsbæ.
Suðurlandsvegur í Kópavogi og Mosfellsbæ
Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 15. ágúst 2022, bæjarstjórnar Kópavogs 23. ágúst 2022, skipulagsnefndar Mosfellsbæjar 12. ágúst 2022 og bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 17. ágúst 2022 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Suðurlandsvegar í Kópavogi og Mosfellsbæ. Deiliskipulagstillagan nær til hluta Suðurlandsvegar frá Geithálsi vestan Hólmsá í Mosfellsbæ að tvíbreiðum hluta Suðurlandsvegar, austan Lögbergsbrekku alls um 5,6 km að lengd. Heildarstærð skipulagssvæðisins er rúmir 67,3 ha.
Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi Suðurlandsvegur verði breikkaður til norðurs og verði samfelldur stofnvegur með tveimur akreinum í hvora akstursstefnu. Gert er ráð fyrir vegamótum við Geirland ásamt hliðarvegum/tengivegum í Lækjarbotnum, Gunnarshólma og Geirlandi.
Markmið deiliskipulagsins er að auka þjónustustig samgangna á svæðinu og bæta umferðaröryggi.
Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:10.000 og 1:4000 ásamt greinargerð dags. 30. júní 2022. Tillögunni fylgir jafnframt matsskýrslan Suðurlandsvegur frá Hólmsá ofan Reykjavíkur að Hveragerði dags. í júní 2009 þar sem lagt er mat á umhverfisáhrif skv. lögum nr. 106/2000.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Miðvikudaginn 21. september milli kl. 17:00 – 18:30 verður starfsfólk skipulagsdeilda Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar með opið hús á bæjarskrifstofum Kópavogsbæjar að Digranesvegi 1 þar sem tillagan verður kynnt þeim sem þess óska.
Tillagan er aðgengileg í þjónustuveri Kópavogsbæjar að Digranesvegi 1, mánudaga – fimmtudaga kl. 8:00-16:00 og á föstudögum kl. 8:00-13:00 og á vef Kópavogs. Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um tillögurnar er hægt að senda fyrirspurn á starfsfólk skipulagsdeildar Kópavogsbæjar á netfangið skipulag[hja]kopavogur.is eða skipulagsnefndar Mosfellsbæjar á netfangið skipulag[hja]mos.is. Tillagan og gögn er einnig aðgengileg á Upplýsingatorgi Mosfellsbæjar, Þverholt 2 við bókasafnið, og á vef Mosfellsbæjar: mos.is/skipulagsauglysingar.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.
Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar Kópavogsbæjar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag[hja]kopavogur.is og/eða skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær eða á netfangið skipulag[hja]mos.is eigi síðar en kl. 13:00 föstudaginn 14. október 2022.
Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi
Skipulagsfulltrúinn í Mosfellsbæ