Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. september 2019

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með til kynn­ing­ar deili­skipu­lags­lýs­ingu skv. 40.gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

Fyr­ir gerð deili­skipu­lags á 17,4 ha svæði úr landi Blikastaða í Mos­fells­bæ. Deili­skipu­lags­svæð­ið af­markast af Vest­ur­lands­vegi, Kor­p­úlfs­staðalandi, Úlfarsá og sveit­ar­fé­lags­mörk­um Mos­fells­bæj­ar og Reykja­vík­ur. Meg­in við­fangs­efni deili­skipu­lags­ins er að skipu­leggja svæði fyr­ir verslun og þjón­ustu ásamt létt­um þrifa­leg­um iðn­aði. Vandað verð­ur til ásýnd­ar hverf­is­ins og gætt að vernd­un nátt­úru og líf­rík­is með­fram Úlfarsá. Á svæð­inu verð­ur gert ráð fyr­ir belti fyr­ir tengi­veg og Borg­ar­línu sem og hjóla- og göngu­leið­ir. Í að­al­skipu­lagi er svæð­ið til­greint sem blanda af versl­un­ar-, þjón­ustu- og at­hafn­ar­svæði, 128-V/A.

Í deili­skipu­lags­lýs­ing­um kem­ur lög­um sam­kvæmt fram hvaða áhersl­ur sveita­stjórn hef­ur við skipu­lags­gerð­ina. Upp­lýs­ing­ar um for­send­ur og fyr­ir­liggj­andi stefnu, fyr­ir­hug­að skipu­lags­ferli hvað varð­ar kynn­ingu og sam­ráð gagn­vart íbú­um og öðr­um hags­muna­að­il­um. Þeir sem vilja kynna sér mál­ið nán­ar eru vin­sam­lega beðn­ir um að hafa sam­band við skipu­lags­full­trúa. Deili­skipu­lags­lýs­ing­in ligg­ur frammi í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar á 2. hæð Þver­holts 2, 270 Mos­fells­bæ og hana má einn­ig finna á vef bæj­ar­ins á slóð­inni mos.is/skipu­lagsauglys­ing­ar.

At­huga­semd­um og ábend­ing­um varð­andi lýs­ing­una má skila til þjón­ustu­vers Mos­fells­bæj­ar eða til skipu­lags­full­trúa fyr­ir 4. októ­ber 2019.

13. sept­em­ber 2019
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00