Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar deiliskipulagslýsingu, skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
Fyrir gerð deiliskipulags sem afmarkast af Langatanga í austri, Bogatanga í norðri og verslunar- og þjónustusvæði við Vesturlandsveg í suðri. Stærð skipulagssvæðisins er tæpir 2,6 ha og er í aðalskipulagi Mosfellsbæjar skilgreint sem íbúðarhúsasvæði, 120-íb.
Megin viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að móta fjölbreytta íbúðarbyggð með raðhúsum, fjölbýlishúsum og sérbýlum. Tryggja að byggðin falli vel að landi og að góð tengsl séu við umhverfið hvað varðar fyrirkomulag gatna, stíga og grænna svæða. Fjöldi íbúða verður á bilinu 45-55.
Í deiliskipulagslýsingum kemur lögum samkvæmt fram hvaða áherslur sveitastjórn hefur við skipulagsgerðina, upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli s.s. um kynningu og samráð gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Þeir sem vilja kynna sér málið nánar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skipulagsfulltrúa. Deiliskipulagslýsingin liggur frammi í Þjónustuveri Mosfellsbæjar á 2. hæð, Þverholti 2, og hana má einnig finna á vef Mosfellsbæjar.
Athugasemdum og ábendingum varðandi lýsinguna má skila til Þjónustuvers Mosfellsbæjar fyrir 20. desember 2019.
27. nóvember 2019
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar