Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fram á þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2022-2023 fer fram á þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2022 fer fram frá 7. mars til 25. mars.
Skráning í frístund og mötuneyti 6 ára barna sem og nýrra nemenda vegna skólaársins 2022-2023 verður auglýst sérstaklega síðar.
Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem flytjast til Mosfellsbæjar skal vera lokið 1. apríl. Innritun barna og unglinga með lögheimili í Mosfellsbæ, sem óska eftir að sækja grunnskóla í öðrum sveitarfélögum utan lögheimilis, skulu berast á þjónustugátt Mosfellsbæjar fyrir 1. apríl.
Umsóknir fyrir skólavist utan lögheimilis endurnýjast ekki sjálfkrafa. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér reglur um skólavist utan lögheimilis á vef Mosfellsbæjar.
Nánari upplýsingar og aðstoð varðandi innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar veita grunnskólarnir. Þau sem óska eftir aðstoð og leiðbeiningum vegna íbúagáttarinnar geta snúið sér til þjónustuvers Mosfellsbæjar.
Fræðslu- og frístundasvið Mosfellsbæjar
Tengt efni
Breyttur útivistartími barna og ungmenna
Sumarið er komið og því fylgir meiri birta og breyttur útivistartími barna frá 1. maí.
11 umsækjendur um stöðu skólastjóra
Staða skólastjóra Varmárskóla fyrir 1.-6. bekk var nýlega auglýst til umsóknar.
Opnunarhátíð Helgafellsskóla
Þriðjudaginn 8. janúar var opnunarhátíð Helgafellsskóla.