Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. maí 2023

Hjón­in Sig­ríð­ur Wöhler og Halldór Þór­ar­ins­son sem búa í Hamra­túni 6 voru fyrstu íbú­arn­ir til að taka við nýrri tví­skiptri tunnu fyr­ir mat­ar­leif­ar og bland­að­an úr­g­ang sem er hluti af nýja úr­gangs­flokk­un­ar­kerf­inu.

Þau fengu plast­körfu og búnt af bréf­pok­um til að safna mat­ar­leif­um úr eld­húsi ásamt tunn­unni.

Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri ásamt Örv­ari Jó­hanns­syni formanni um­hverf­is­nefnd­ar og Heiðu Ág­ústs­dótt­ur fag­stjóra garð­yrkju og skóg­rækt­ar færðu þeim tunn­una og þar með er dreif­ing hafin í Mos­fells­bæ og er hún sam­kvæmt dreif­ingaráætlun og sorp­hirðu­da­ga­tal­inu á morg­un fimmtu­dag­inn 25. maí í Tún­um, Hlíð­um og Höfð­um.

Við áttu okk­ur á að það get­ur tek­ið tíma að laga okk­ur að breyt­ing­um á flokk­un­ar­kerfi og von­umst til þess að íbú­ar taki virk­an þátt.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00