Hjónin Sigríður Wöhler og Halldór Þórarinsson sem búa í Hamratúni 6 voru fyrstu íbúarnir til að taka við nýrri tvískiptri tunnu fyrir matarleifar og blandaðan úrgang sem er hluti af nýja úrgangsflokkunarkerfinu.
Þau fengu plastkörfu og búnt af bréfpokum til að safna matarleifum úr eldhúsi ásamt tunnunni.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri ásamt Örvari Jóhannssyni formanni umhverfisnefndar og Heiðu Ágústsdóttur fagstjóra garðyrkju og skógræktar færðu þeim tunnuna og þar með er dreifing hafin í Mosfellsbæ og er hún samkvæmt dreifingaráætlun og sorphirðudagatalinu á morgun fimmtudaginn 25. maí í Túnum, Hlíðum og Höfðum.
Við áttu okkur á að það getur tekið tíma að laga okkur að breytingum á flokkunarkerfi og vonumst til þess að íbúar taki virkan þátt.
Tengt efni
Stíf skilyrði um urðun í Álfsnesi
Ný grenndarstöð í Leirvogstunguhverfi
Ný grenndarstöð verður opnuð við Vogatungu þann 15. september n.k.
Málmgámur á grenndarstöðina við Bogatanga
Þar sem ekki er hægt að flokka málm í sorptunnur við heimili er nú búið að staðsetja málmgám á grenndarstöðina við Bogatanga.