Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagsbreytingu, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í samræmi við samþykktir bæjarstjórnar.
Breytingin felur í sér fjölgun hesthúsa suðaustast á núverandi svæði. Þrjú ný hús munu standa við Freyjubakka ásamt því sem tvö hús við Flugubakka stækka. Stækkun nemur aðstöðu fyrir um 145 hesta yfir vormánuði. Vistgötur eru skilgreindar, reiðstígur að norðan færist við Skiphól og stígur austast hliðrast vegna byggingarreita. Breytingar gerðar á byggingarskilmálum fyrir turn- og kvistbyggingar. Óveruleg breyting deiliskipulagsmarka til suðausturs svæðið fer úr 16,21 ha. í 16,24 ha.
Breytingin er auglýst í Mosfellingi og Lögbirtingarblaði. Uppdrættir er til sýnis á vef sveitarfélagsins en einnig eru þeir aðgengilegir á Upplýsinga- og þjónustutorgi Mosfellsbæjar, Þverholti 2.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingar, þeir sem ekki gera slíkt teljast samþykkir þeim. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti á skipulag[hjá]mos.is.
Frestur til þess að gera athugasemdir er frá 8. október til og með 22. nóvember 2020.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar