Nú er haustfrí framundan í skólum Mosfellsbæjar og því tilvalið að skoða allt það skemmtilega sem er hægt að gera í fallega bænum okkar.
Einnig er hægt að fara í fjöruferð, skoða fossa, t.d. Tungufoss eða Helgufoss í Mosfellsdal, eða ganga á fjöllin og fellin í kringum bæinn.
Dagskrá hjá íþróttamiðstöðvum og bókasafni
Íþróttamiðstöðin Lágafelli
- 25., 26. og 27. október – Wipeout brautin í Lágafellslaug kl. 11:00 – 15:00
- 25., 26. og 27. október – Körfuboltafjör
5. og 6. bekkur kl. 11:00 – 12:00
7. og 8. bekkur kl. 12:00 – 14:00
Íþróttamiðstöðin að Varmá
- 26., 26. og 27. október – Sunddagar í Varmárlaug
Dót, sundblöðkur og sundgleraugu í boði. - 25., 26. og 27. október – Borðtennis, badminton og blak kl. 11:00 – 15:00
Borðtennisborð, badminton- og blakvöllur verður settur upp í einum í þróttasalnum og öll velkomin að prófa. - 25., 26. og 27. október – Fótboltafjör í Fellinu kl. 12:00 – 14:00
- Þriðjudagur 26. október – Fimleikafjör kl. 11:00 – 13:00
Bókasafn Mosfellsbæjar
- Mánudagur 25. október – Bókabingó kl. 13:00 – 14:00
Bingó í sal safnsins og í verðlaun verða spennandi bækur! - Þriðjudagur 26. október – Þinn eigin bókapoki kl. 12:00 – 14:00
Skreyttu þinn eigin fjölnota bókapoka. Pokar og tautúss á staðnum. - Miðvikudagur 27. október – Bangsasögustund kl. 16:45 – 17:05
Lesið verður um litla björninn og litla tígrisdýrið í bókinni Ferðin til Panama eftir Janosch. - Miðvikudagur 27. október – Bangsagisting kl. 16:00 – 18:00
Bangsinn þinn getur fengið að gista í Bókasafninu. Þú mætir svo á fimmtudeginum 28. október eftir kl. 15:00 og sækir bangsann.