Hálka er nú mjög víða og eru bæjarbúar hvattir til að fara varlega.
Aðstæður eru erfiðar vegna breytilegs hitastigs. Starfsfólk Þjónustustöðvar sandar og saltar eins og kostur er.
Hjá Þjónustustöð bæjarins við Völuteig 15 geta íbúar fengið sand og salt til að bera á plön og stéttir við heimahús. Nauðsynlegt er að koma með poka eða ílát undir sandinn/saltið.