Hálka er nú mjög víða og eru bæjarbúar hvattir til að fara varlega.
Aðstæður eru erfiðar vegna breytilegs hitastigs. Starfsfólk Þjónustustöðvar sandar og saltar eins og kostur er.
Hjá Þjónustustöð bæjarins við Völuteig 15 geta íbúar fengið sand og salt til að bera á plön og stéttir við heimahús. Nauðsynlegt er að koma með poka eða ílát undir sandinn/saltið.
Tengt efni
Aukin og bætt vetrarþjónusta
Þann 8. október undirritaði Regína Ásvaldsdóttir fyrir hönd Mosfellsbæjar samninga um snjómokstur við tvo verktaka.
Snjómokstur í dag mánudaginn 5. febrúar 2024
Í gær voru öll tiltæk tæki við snjómokstur í öllum hverfum bæjarins.
Snjómokstur í dag mánudaginn 29. janúar 2024
Snjómokstur hófst í nótt og eru 12 snjóruðningstæki við vinnu. Lögð var áhersla á að moka strætóleiðir og allar helstu stofn- og tengileiðir í bænum sem ættu að vera vel færar fyrir kl 7:30.