Aðstæður eru erfiðar vegna breytilegs hitastigs. Starfsfólk Þjónustustöðvar sandar og saltar eins og kostur er.
Hjá Þjónustustöð bæjarins við Völuteig 15 geta íbúar fengið sand og salt til að bera á plön og stéttir við heimahús. Nauðsynlegt er að koma með poka eða ílát undir sandinn/saltið.