Mosfellsbær hefur auglýst tillögu að deiliskipulagsbreytingu, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í samræmi við samþykktir bæjarstjórnar.
Breytingin felur í sér endurhönnun á svæði sem nú er skilgreint sem almennt stæði fyrir stóra bíla. Svæðið hlýtur nýja notkun sem grenndarstöð fyrir flokkun og endurvinnslu. Nýir flokkunargámar verða bæði aðgengilegir gangandi og akandi vegfarendum. Skammtímastæði eru við gáma en önnur bílastæði verða fjarlægð. Áfram er ekið inn á flokkunarsvæðið frá Bogatanga.
Uppdrættir eru aðgengilegir öllum á vef sveitarfélagsins, mos.is/skipulagsauglysingar, en einnig á Upplýsingatorgi Mosfellsbæjar, Þverholti 2. Auglýsing birtist í bæjarblaðinu Mosfellingi.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingar, aðrir teljast samþykkir tillögunni. Ábendingar skulu vera skriflegar og sendar skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Athugasemdafrestur er frá 19. nóvember 2020 til 3. janúar 2021.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Kristinn Pálsson
Tengt efni
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum: